Recipe Book

skaltu krydda grænmetið með salti, pipar,
basiliku og garðablóðbergi eftir smekk.
Tími í heimilistækinu: 25 mínútur
Hillustaða: 1
Bættu 600 ml af vatni í vatnsskúffuna
Grænmeti, hefðbundið
Hráefni / aðferð:
Settu saman eftirfarandi grænmeti eftir
smekk, um 750 g í allt.
Hnúðkál, flysjað og skorið í strimla.
gulrætur, flysjaðar og skornar í teninga
blómkál, þvegið og skipt upp í greinar
laukar, flysjaðir og skornir í sneiðar
fenníka, flysjuð og skorin í sneiðar
sellerí, hreinsað og skorið í teninga
blaðlaukur, hreinsaður og skorinn í
sneiðar
Eftir eldun:
50 g smjör
pipar og salt ef óskað er
Aðferð:
Raðaðu grænmetinu í skál úr ryðfríu stáli
eða gleri með götuðu innleggi. Eftir eldun
skaltu hella yfir bráðnu smjöri og strá pipar
og salti, ef óskað er.
Tími í heimilistækinu: 35 mínútur
Hillustaða: 1
Bættu 650 ml af vatni í vatnsskúffuna
Tómatar afhýddir
Aðferð:
Skerðu kross ofan í tómatana, settu þá á
gufusuðudiskinn og settu inn í heimilistækið.
Þegar eldunartíma er lokið skaltu fjarlægja
hýðið af tómötunum.
Tími í heimilistækinu: 10 mínútur
Hillustaða: 1
Bættu 150 ml af vatni í vatnsskúffuna
Kartöflur í hýðinu
Hráefni:
1000 g meðalstórar kartöflur
Aðferð:
Þvoðu kartöflurnar og setttu þær á
gufusuðudisk.
Tími í heimilistækinu: 50 mínútur.
Hillustaða: 1
Bættu 800 + 200 ml af vatni í
vatnsskúffuna
Soðnar kartöflur
Hráefni:
1000 g kartöflur
Aðferð:
Flysjaðu kartöflurnar og skerðu í jafnstóra
fjórðunga. Settu kartöflurnar á
gufusuðudiskinn og kryddaðu með salti.
Tími í heimilistækinu: 40 mínútur.
Hillustaða: 1
Bættu 800 ml af vatni í vatnsskúffuna
Saltaðar soðkökur
Hráefni / aðferð:
300 g mjúkar saltkringlur
200 ml mjólk
3 egg
2 búnt af steinselju, söxuð
2 laukar, skornir í litla teninga
10 g smjör
salt, pipar, múskat
Aðferð:
Hitaðu mjólk. Skerðu saltkringlur í 1 cm
stykki, helltu hituðu mjólki yfir og láttu liggja
í bleyti í um 5 mínútur. Þeyttu egg og bættu
út í. Eldaðu söxuðu laukana gætilega í
smjörinu þar til þeir eru gegnsæir og bættu
þá steinseljunni við. Láttu kólna í smástund
og bættu við saltkringlublönduna.
Kryddaðu og blandaðu síðan öllu gætilega
saman. Búðu til 6 eða svo soðkökur úr
blöndunni og settu á flatan gufusuðudisk.
Tími í heimilistækinu: 35 mínútur
Hillustaða: 1
ÍSLENSKA
51