Recipe Book

Flysjaðu kartöflunar og skerðu í 1 cm þykkar
sneiðar, þvoðu eggaldinin og skerðu þau í
1 cm þykkar sneiðar.
Þurrkaðu allar sneiðar með eldhúspappír.
Brúnaðu síðan á pönnu með miklu smjöri.
Á meðan býrðu til Béchamel-sósuna:
Bræddu smjörið á pönnu, bættu hveiti við
og eldaðu þar til orðið er gyllt, hrærðu
stöðugt. Helltu mjólkinni smátt og smátt í,
hrærðu stöðugt. Kryddaðu sósuna með salti,
pipar og múskati og láttu malla án loks í um
10 mínútur.
Settu kartöflusneiðarnar á botninn á smurðu
eldföstu móti og sáldraðu yfir svolitlum
rifnum osti. Settu lag af eggaldinum ofan á.
Þar ofan á skaltu setja svolítið af
hakkblöndunni. Þar ofan á skaltu setja
svolítið af Béchamel-sósunni.
Gerðu síðan annað lag af kartöflum, svo
koma eggaldin og þar á eftir hakkblandan.
Síðasta lagið ætti að vera Béchamel-sósa.
Dreifðu því sem eftir er af ostinum og
brauðmylsnunni ofan á. Bræddu smjörið og
helltu yfir moussaka-réttinn.
Tími í heimilistækinu: 60 mínútur
Hillustaða: 1
Pastagratín
Hráefni:
1 lítri vatn
salt
250 g tagliatelle
250 g soðin skinka
20 g smjör
1 búnt af steinselju
1 laukur
100 g smjör
1 egg
250 ml mjólk
salt, pipar og múskat
50 g rifinn Parmesan-ostur
Aðferð:
Láttu vatnið með svolitlu salti sjóða. Settu
tagliatelle í sjóðandi saltvatnið og sjóddu í
um 12 mínútur. Láttu síðan síga af.
Skerðu skinkuna í teninga.
Hitaðu smjör á pönnu.
Saxaðu steinselju og flysjaðu laukinn og
saxaðu hann líka. Láttu hvort tveggja svitna
á steikarpönnunni.
Smyrðu eldfast mót með svolitlu smjöri.
Blandaðu saman tagliatelle, skinku og
sveittri steinselju og lauk og settu í mótið.
Blandaðu eggi og mjólk og kryddaðu með
salti, pipar og múskati og helltu því síðan
yfir pastablönduna. Dreifðu síðan
Parmesan-ostinum yfir mótið.
Tími í heimilistækinu: 45 mínútur
Hillustaða: 1
Kaffifífilsgratín
Hráefni:
8 meðalstórir kaffifílflar
8 sneiðar soðin skinka
30 g smjör
1,5 matskeið hveiti
150 ml grænmetiskraftur (úr kaffifíflinum)
5 matskeiðar mjólk
100 g rifinn ostur
Aðferð:
Skerðu kaffifífilinn í tvennt og skerðu beiska
kjarnann úr. Þvoðu síðan varlega og
gufusjóddu síðan í 15 mínútur í sjóðandi
vatni.
Taktu kaffifífilshelmingana úr vatninu,
hresstu upp á þá í köldu vatni og settu
helmingana saman aftur. Vefðu síðan hvorn
um sig í skinkusneið og settu í smurt eldfast
mót.
Bræddu smjörið og bættu við hveiti.
Snöggsteiktu stuttlega og heltu síðan í
grænmetiskraftinum og mjólkinni og láttu
suðuna koma upp.
ÍSLENSKA
49