Recipe Book

Tími í heimilistækinu: 40 mínútur
Hillustaða: 2
Ostavínarbrauð
Hráefni:
400 g fetaostur
2 egg
3 matskeiðar söxuð flatlaufa-steinselja
svartur pipar
80 ml ólífuolía
375 smjördeig
Aðferð:
Blandaðu saman fetaosti, eggjum, steinselju
og pipar. Leggðu rakan klút yfir smjördeigið
svo það þorni ekki upp. Leggðu fjórar
þynnur, hverja ofan á aðra og burstaðu
hverja létt með olíu.
Skerðu í 4 ræmur, hverja um 7 cm langa.
Settu 2 kúfaðar matskeiðar af feta-blöndu á
eitt horn hverrar ræmu og brjóttu skáhallt
saman í þríhyrning.
Settu á hvolf á bökunarplötu og burstaðu
með olíu.
Tími í heimilistækinu: 25 mínútur
Hillustaða: 2
Hvítt brauð
Hráefni:
1000 g hveiti
40 g ferskt ger eða 20 g þurrger
650 ml mjólk
15 g salt
Annað:
Bökunarplata sem hefur verið smurð eða
fóðruð með bökunarpappír
Aðferð:
Settu hveiti og salt í stóra skál. Leystu gerið
upp í volgri mjólk og bætu út í hveitið.
Hnoðaðu öll hráefnin saman í vinnanlegt
deig. Það kann að vera þörf á aðeins meiri
mjólk til að ná vinnanlegu deigi, en það fer
eftir gæðum hveitisins.
Láttu deigið hefast þar til það tvöfaldast að
rúmtaki.
Skerðu deigið í tvennt, mótaðu það í tvo
langa hleifa og settu á bökunarplötu sem
hefur verið smurð eða þakin
bökunarpappír.
Láttu hleifana hefast aftur um hálft rúmtak
sitt.
Áður þú bakar skaltu sáldra hveiti yfir þá
og skera 3 - 4 skáhallar línur, að minnsta
kosti 1 c, djúpar með beittum hníf.
Tími í heimilistækinu: 55 mínútur
Hillustaða: 1
Bættu 200 ml af vatni í vatnsskúffuna.
Bóndabrauð
Hráefni:
500 g hveitimjöl
240 g rúgmjöl
15 g salt
1 lítill pakki þurrger
250 ml vatn
250 ml mjólk
Annað:
Bökunarplata sem hefur verið smurð eða
fóðruð með bökunarpappír
Aðferð:
Settu hveitimjöl, rúgmjöl, salt og þurrger í
stóra skál.
Blandaðu saman vatni, mjólk og salti og
bættu út í mjölið. Hnoðaðu öll hráefnin
saman í vinnanlegt deig. Láttu deigið hefast
þar til það tvöfaldast að rúmtaki.
Mótaðu deigið í langan hleif og settu hann
á bökunarplötu sem hefur verið smurð eða
þakin bökunarpappír.
Láttu hleifinn hefast aftur um hálft rúmtak
sitt. Sáldraðu svolitlu mjöli yfir áður en þú
bakar.
Tími í heimilistækinu: 60 mínútur
Hillustaða: 1
ÍSLENSKA
45