Recipe Book

Settu blönduna í smurða bökunarformið
með brauðmylsnunni, jafnaðu og settu í
heimilistækið.
Eftir bökun skaltu blanda saman sítrónusafa
og flórsykri. Leggðu kökuna á álpappír.
Brjóttu álpappírinn upp með hliðum
kökunnar svo að glassúrinn geti ekki runnið
af. Stingdu í kökuna með matprjón úr tré og
burstaðu glassúrinn á. Láttu kökuna síðan
standa um stund svo hún sogi í sig
glassúrinn.
Tími í heimilistækinu: 75 mínútur
Hillustaða: 1
Sænsk kaka
Hráefni:
5 egg
340 g sykur
100 g bráðið smjör
360 g hveiti
1 pakki lyftiduft (um það bil 15 g)
1 pakki vanillusykur (um það bil 8 g)
1 klípa salt
200 ml kalt vatn
Annað:
28 cm hringlaga smelluform með lausum
botni, svart, botn fóðraður með
bökunarpappír.
Aðferð:
Settu sykur, egg, vanillusykur og salt í
blöndunarskál og þeyttu saman í 5 mínútur.
Bættu síðan bráðna smjörinu við blönduna
og blandaðu saman við.
Bættu hveitinu með lyftiduftinu blönduðu við
ofan í þeyttu blönduna og hrærðu saman
við.
Bættu að síðustu kalda vatninu við og
blandaðu allt vel. Settu blönduna í
kökuformið, jafnaðu og settu í heimilistækið.
Tími í heimilistækinu: 55 mínútur
Hillustaða: 1
Smákökur
Hráefni:
4 egg
2 matskeiðar heitt vatn
50 g sykur
1 pakki vanillusykur (um það bil 8 g)
1 klípa salt
100 g sykur
100 g hveiti
100 g maísmjöl
2 sléttfullar teskeiðar lyftiduft
Annað:
28 cm hringlaga smelluform með lausum
botni, svart, botn fóðraður með
bökunarpappír.
Aðferð:
Skildu að eggjarauður og eggjahvítur.
Þeyttu eggjarauðurnar með heitu vatni, 50
g af sykri, vanillusykri og salti. Þeyttu
eggjahvíturnar með 100 g af sykri þar til
toppar myndast.
Sigtaðu saman hveiti, maísmjöl og lyftiduft.
Blandaðu varlega saman eggjahvítum og
eggjarauðum. Blandaðu síðan varlega
hveitiblöndunni saman við. Settu blönduna í
kökuformið, jafnaðu og settu í heimilistækið.
Tími í heimilistækinu: 35 mínútur
Hillustaða: 1
Ostakaka
Hráefni í botninn:
150 g hveiti
70 g sykur
1 pakki vanillusykur (um það bil 8 g)
1 egg
70 g mjúkt smjör
Hráefni fyrir ostakremið:
3 eggjahvítur
50 g rúsínur
2 matskeiðar romm
750 g fitusnautt kvarg
3 eggjarauður
200 g sykur
ÍSLENSKA
35