Recipe Book

Aðferð:
Kryddaðu kjúklingabringurnar og settu í
glerskál í tækinu.
Tími í tækinu: 35 mínútur
Hillustaða: 1
Bættu 450 ml af vatni í vatnsskúffuna
Fiskur
Heill fiskur
Stillingar:
Sjálfvirkur kjöthitamælir, kjarnahitastig 65
°C.
Aðferð:
Kryddaðu fiskinn eftir smekk, settu
kjöthitamælinn í og settu í eldfast mót.
Hillustaða: 1
Fiskflak
Hráefni:
600 - 700 g vatnsviðnis-, laxa- eða
sjóbirtingsflök
150 g rifinn ostur
250 ml rjómi
50 g brauðmylsna
1 teskeið fáfnisgras
steinselja, söxuð
salt, pipar
sítróna
smjör
Aðferð:
Skvettu sítrónusafa yfir fiskflökin og leyfðu
að marínerast um stund, klappaðu síðan
umframsafa af með eldhúspappír.
Kryddaðu fiskflökin á báðum hliðum með
salti og pipar. Settu fiskflökin síðan í smurt
eldfast mót.
Blandaðu saman rifna ostinum, rjóma,
brauðmylsnu, fáfnisgrasi og saxaðri
steinselju. Dreifðu blöndunni samstundis yfir
fiskflökin og settu litla hnúða af smjöri á
blönduna.
Tími í heimilistækinu: 35 mínútur
Hillustaða: 1
Þorskur
Hráefni:
800 g þurrkaður þorskur
2 matskeiðar ólífuolía
2 stórir laukar
6 hvítlauksgeirar, flysjaðir
2 blaðlaukar
6 rauðir piparávextir
1/2 dós saxaðir tómatar (200 g)
200 ml hvítvín
200 ml kryddlögur
pipar, salt, garðablóðberg, kjarrminta
Aðferð:
Láttu þurrkaða þorskinn liggja í bleyti yfir
nótt. Láttu síga af þurrkaða þorskinum
daginn eftir og settu hann í skaftpott með
fersku vatni, settu á hellu og láttu suðuna
koma upp. Taktu síðan af hellunni og láttu
kólna.
Settu ólífuolíu á pönnu og hitaðu. Flysjaðu
lauka og skerðu í þunnar sneiðar, merðu
flysjaða hvítlauksgeirana og skerðu
blaðlaukinn í sneiðar og þvoðu. Settu
saman í heita fituna og snöggsteiktu aðeins.
Fjarlægðu kjarnann úr piparávöxtunum og
skerðu þá í ræmur. Settu þá síðan á
pönnuna með söxuðu tómötunum.
Bættu við hvítvíni og kryddlegi og láttu
malla um stund. Kryddaðu með pipar, salti,
garðablóðbergi og kjarrmintu og láttu
malla í pönnunni í 15 mínútur í viðbót.
Taktu kælda, þurrkaða þorskinn úr
skaftpottinum og klappaðu hann þurran
með eldhúspappír. Fjarlægðu roð, bein og
alla ugga. Flakaðu fiskinn og settu hann í
eldfast mót í bland við grænmetið.
ÍSLENSKA
32