Recipe Book

1 matskeið hveiti
50 g smjörfita
500 ml hvítvín
500 ml kjúklingakraftur
4 matskeiðar sojasósa
1/2 búnt af steinselju
1 grein af garðablóðbergi
150 g beikon, skorið í teninga
250 g kastaníusveppir, hreinsaðir og
skornir í fjóra hluta
12 skalotlaukar, flysjaðir
2 hvítlauksgeirar, flysjaðir og marðir
Aðferð:
Hreinsaðu kjúklinginn og kryddaðu með
salti og pipar og sáldraðu hveiti yfir.
Hitaðu smjörfituna í steikarpotti á hellunni
og brúnaðu kjúklinginn á öllum hliðum.
Helltu í hvítvíninu, kjúklingakraftinum og
sojasósunni og láttu suðuna koma upp.
Bættu við steinselju, garðablóðbergi,
beikonteningum, sveppum, skalotlauk og
hvítlauk.
Láttu suðuna koma aftur upp, settu lok á og
settu í heimilistækið.
Tími í heimilistækinu: 55 mínútur
Hillustaða: 1
Steikt önd með appelsínu
Hráefni:
1 önd (1,6 – 2,0 kg)
salt
pipar
3 appelsínur, flysjaðar, steinhreinsaðar
og skornar í teninga
1/2 teskeið salt
2 appelsínur fyrir safapressun
150 ml sérrí
Aðferð:
Hreinsaðu öndina, kryddaðu hana með salti
og pipar og nuddaðu með appelsínuberki.
Fylltu öndina með appelsínuteningum,
krydduðum með salti og saumaðu hana
saman.
Settu öndina í steikarpott með bringuna
niður.
Kreistu safann úr appelsínunum, blandaðu
með sérríinu og helltu yfir öndina.
Settu önd í heimilistækið. Snúðu eftir 30
mínútur. Hljóðmerki heyrist.
Tími í heimilistækinu: 90 mínútur
Hillustaða: 1
Fylltur kjúklingur
Hráefni:
1 kjúklingur, 1,2 kg (með innmat)
1 matskeið olía
1 teskeið salt
1/4 teskeið paprikuduft
50 g brauðmylsna
3 - 4 matskeiðar mjólk
1 laukur, saxaður
1 búnt af steinselju, saxað
20 g smjör
1 egg
salt og pipar
Aðferð:
Hreinsaðu kjúkling og þurrkaðu hann.
Blandaðu olíu, salti og paprikudufti og
nuddaðu inn í kjúklinginn.
Fylling: Blandaðu saman brauðmylsnu og
mjólk. Settu saxaðan lauk, steinselju og
smjör á pönnu og láttu svitna. Saxaðu fínt
hjarta, lifur og maga og bætt við eggi.
Blandaðu síðan öllu saman og kryddaðu
með salti og pipar.
Settu kjúklinginn með bringuna niður í
steikarpott og settu inn í heimilistækið.
Snúðu eftir 30 mínútur. Hljóðmerki heyrist.
Tími í heimilistækinu: 90 mínútur
Hillustaða: 1
Kjúklingabringur soðnar við vægan hita
Hráefni:
4 kjúklingabringur, úrbeinaðar
salt, pipar, paprikukrydd og karríkrydd
ÍSLENSKA
31