Recipe Book
Kjötbúðingur
Hráefni:
• 2 þurr rúnnstykki
• 1 laukur
• 3 matskeiðar söxuð steinselja
• 750 g hakk (blandað nauta- og
svínahakk)
• 2 egg
• salt, pipar og paprikuduft
• 100 g beikonsneiðar
Aðferð:
Leggðu þurru rúnnstykkin í bleyti í vatni og
kreistu vatnið síðan úr. Flysjaðu lauk og
saxaðu fínt, svitaðu síðan og bættu við
saxaðri steinselju.
Blandaðu saman hakki, eggjum, kreistu
rúnnstykkjunum og lauknum. Kryddaðu með
salti, pipar og paprikudufti, settu í rétthyrnt
bökunarform og þektu með beikonsneiðum.
Bættu við svolitlu vatni og settu í
heimilistækið.
• Tími í heimilistækinu: 70 mínútur
• Hillustaða: 1
Nautakjöt/villibráð/lambakjöt
Nautasteik
Stillingar:
Sjálfvirkur kjöthitamælir. Kjarnahitastig fyrir:
• Léttsteikt - 48°C
• Miðlungssteikt - 65°C
• Gegnsteikt - 70°C
Aðferð:
Kryddaðu kjötið eftir smekk, settu
kjöthitamælinn í og settu í eldfast mót.
• Hillustaða: 1
Skandínavískt nautakjöt
Stillingar:
Sjálfvirkur kjöthitamælir. Kjarnahitastig fyrir:
• Léttsteikt - 50°C
• Miðlungssteikt - 65°C
• Gegnsteikt - 70°C
Aðferð:
Kryddaðu kjötið eftir smekk, settu
kjöthitamælinn í og settu í eldfast mót.
• Hillustaða: 1
Soðsteikt kjöt
Notaðu ekki þetta kerfi fyrir
nautasteik og lundir.
Stillingar:
Sjálfvirk þyngd. Stillingarsvið fyrir þyngd á
milli 1000 og 2.000 g.
Aðferð:
Kryddaðu kjöt eftir smekk og settu í eldfast
mót. Bættu við vatni eða öðrum vökva; 10 -
20 mm djúpt lag ætti að vera á botninum.
Settu á lok.
• Hillustaða: 1
Kryddlegið nautakjöt
Til að gera kryddlöginn:
• 1 l vatn
• 500 ml vínedik
• 2 teskeiðar salt
• 15 piparkorn
• 15 einiber
• 5 lárviðarlauf
• 2 knippi af súpugrænmeti (gulrætur,
blaðlaukur, sellerí, steinselja)
Láttu suðuna koma upp á öllu og láttu
svo kólna.
ÍSLENSKA
27










