User manual

geymslugæði verða enn betri. Við
afhendingu er kolefnissían í plastpoka til að
viðhalda frammistöðu hennar. Setja ætti
síuna í loftjöfnunarskúffuna áður en kveikt er
á heimilistækinu. Til þess að sían virki sem
best ætti að endurnýja hana einu sinni á ári.
Til þess að nálgast upplýsingar um kaup á
nýrri síu skaltu hafa samband við
viðurkennda þjónustumiðstöð.
VARÚÐ! Gættu þess að
loftjöfnunarskúffan sé lokuð til að
ná almennilegri virkni.
Meðhöndlaðu síuna varlega
þannig að slitur losni ekki af
yfirborði hennar.
1. Opnaðu loftjöfnunarskúffuna.
2. Fjarlægðu síuna úr plastpokanum.
3. Settu síuna í skúffuna.
4. Lokaðu skúffunni.
Vísir fyrir hitastig
Þetta heimilistæki er selt í
Frakklandi.
Samkvæmt reglugerðum sem
gilda í þessu landi þarf að fylgja
með því sérstakur búnaður (sjá
mynd) sem koma á fyrir í neðra
hólfi kæliskápsins sem sýnir hvar
kaldasta svæði hans er.
Góð ráð
Eðlileg vinnsluhljóð
Eftirfarandi hljóð eru venjuleg við notkun:
Dauft gjálfandi og vellandi hljóð frá
spólunum heyrast þegar kæliefninu er
dælt.
Suðandi og titrandi hljóð frá þjöppunni
þegar kæliefninu er dælt.
Skyndilegt smelluhljóð innan úr tækinu af
völdum hitabólgnunar (eðlilegt og
hættulaust náttúrulegt fyrirbæri).
Dauft smelluhljóð frá hitastillingum þegar
kveiknar eða slökknar á þjöppunni.
Ábendingar um orkusparnað
Ekki opna dyrnar oft eða hafa þær
opnar lengur en brýn nauðsyn krefur.
Ef fyrirséð skal ekki fjarlægja kalda
geyma úr frystikörfunni.
Ábendingar um kælingu á ferskum
matvælum
Ísskápurinn starfar best ef:
ekki er geymdur heitur matur eða vökvar
sem uppgufun er af í ísskápnum
ÍSLENSKA 18