User manual

Þegar eðlilegu ástandi hefur verið komið á
(hurðin lokuð), hættir aðvörunin. Meðan á
aðvöruninni stendur er hægt að slökkva á
hljóðgjafanum með því að ýta á hvaða
hnapp sem er.
Innkaupaaðgerð
Ef þú þarft að setja mikið magn af volgum
mat í kælinn, til dæmis eftir matarinnkaup,
mælum við með því að þú kveikir á
Innkaupaaðgerð til að kæla vörurnar
hraðar og hindra að maturinn sem fyrir er í
kæliskápnum hitni.
Innkaupaaðgerð slekkur sjálfkrafa á sér eftir
um það bil 6 klukkustundir.
1. Til að kveikja á aðgerðinni:
a. Veldu kælihólfið ef það hefur ekki
þegar verið valið.
b. Ýttu á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Vísirinn Innkaupaaðgerð birtist.
2. Til að slökkva á aðgerðinni áður en hún
slokknar sjálfkrafa:
a. Veldu kælihólfið ef það hefur ekki
þegar verið valið.
b. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu
ýta á Mode til að velja aðra aðgerð
eða þar til engar
aðgerðatáknmyndir eru sýnilegar á
skjánum.
Innkaupaaðgerð-vísirinn slokknar.
Aðgerðin slokknar þegar valið er
annað hitastig fyrir kælinn.
Hraðfrysting-aðgerð
Þessi aðgerð stöðvast sjálfkrafa eftir 52 klst.
1. Til að kveikja á aðgerðinni:
a. Veldu frystihólfið.
b. Ýttu á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Vísirinn Hraðfrysting birtist.
2. Til að slökkva á aðgerðinni áður en hún
slokknar sjálfkrafa:
a. Veldu frystihólfið.
b. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu
ýta á Mode til að velja aðra aðgerð
eða þar til engar
aðgerðatáknmyndir eru sýnilegar á
skjánum.
Hraðfrysting-vísirinn slokknar.
Þessa stilling fer af ef frystirinn er
stilltur á annað hitastig.
Sparnaðarstilling
Fyrir hagkvæmustu geymslu á matvælum
skal velja sparnaðarstillinguna.
1. Til að kveikja á aðgerðinni:
a. Veldu kæli-/frystihólf.
b. Ýttu á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Hitastigsvísir sýnir innstillt hitastig fyrir
kælinn: +4°C fyrir frystinn: -18°C.
Vísirinn fyrir sparnaðarstillingu er sýndur.
2. Til að slökkva á aðgerðinni:
a. Veldu kæli-/frystihólf.
b. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu
ýta á Mode til að velja aðra aðgerð
eða þar til engar
aðgerðatáknmyndir eru sýnilegar á
skjánum.
Vísirinn fyrir sparnaðarstillingu slokknar.
Það slokknar á aðgerðinni með
því að velja annað hitastig.
Aðgerð fyrir mikinn raka
Ef þú tekur eftir að matur sem geymdur er í
kælihólfinu þornar of hratt getur þú stöðvað
ferlið með því að auka rakann í skápnum
gegnum aðgerðina Mikill raki.
Mikill raki getur virkað samtímis
með Innkaupaaðgerð og
Sparnaðarstillingu.
1. Til að kveikja á þessari aðgerð skaltu
ýta á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Vísir fyrir mikinn raka kviknar.
2. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu ýta á
Mode til að velja aðra aðgerð eða þar
ÍSLENSKA
12