User manual

Eftir val á kæli- eða frystihólfi
hefst kynningarmyndin
Eftir val á hitastigi leiftrar
kynningarmyndin í nokkrar
mínútur.
Súluvísar
Súlurnar leiðbeina notandanum þegar hann
á í samskiptum við eininguna og gefa til
kynna á hvaða stigi einingin er að starfa.
Súlurnar gefa til kynna :
hvaða hólf er stillt á (er virkt) þegar
hreyfimynd stöðvast
það hitastig sem óskað er eftir á
kvarðanum
hvort innstillt hitastig er hærra eða lægra
en fyrra hitastig (hreyfimynd með auknu
eða minnkandi)
Kveikt á
Tengdu klóna við rafmagnsinnstunguna
1. Ýttu á ON/OFF ef slökkt er á skjánum.
Hitavísarnir sýna sjálfgefið innstillt hitastig.
2. Aðvörunarhljóðmerki kann að hljóma
eftir nokkrar sekúndur.
Til að endurstilla aðvörunina sjá
„Aðvörun um hátt hitastig“.
Ef "DEMO" birtist á skjánum er
heimilistækið í kynningarstillingu. Sjá
„Bilanaleit...“.
Til að velja annað innstillt
hitastig, sjá „Hitastilling“.
Slökkt á
Ýttu á ON/OFF í 3 sekúndur.
Það slokknar á skjánum.
Heimilistækið er tekið úr sambandi með því
að taka klóna úr rafmagnsinnstungunni.
Að kveikja á kælinum
Til að kveikja á kælinum skal ýta á
hnappinn fyrir kælihólfið.
Vísir fyrir kæli OFF slokknar.
Til að velja annað innstillt
hitastig, sjá „Hitastilling“.
Að slökkva á kælinum
Til að slökkva á kælinum skal ýta á
hnappinn fyrir kælihólfið í nokkrar sekúndur.
Vísirinn OFF fyrir kælinn birtist.
Hitastilling
1. Veldu kælihólf eða frystihólf.
2. Ýttu á hitastigshnappinn til að stilla
hitastigið.
3. Stillt á sjálfgefna hitastillingu: +4°C fyrir
kælinn og -18°C fyrir frystinn.
Innstillt hitastig næst innan sólarhrings.
Vísar fyrir hitastig sýna innstillt hitastig.
Innstillt hitastig er vistað, jafnvel
þó það verði rafmagnslaust.
Aðvörun um háan hita
Hækkun á hitastigi í frystihólfinu (til dæmis
vegna þess að rafmagnið hefur farið af eða
ef dyr eru opnar) er gefin til kynna með því
að:
aðvörunin og vísar frystihitastigs leiftra;
hljóðmerki heyrist.
Til að endurstilla aðvörunina skaltu ýta á
einhvern hnapp.
Það slokknar á hljóðmerkinu.
Vísir frystihitastigs sýnir hæsta hitastigið sem
frystirinn fór í, í fáeinar sekúndur. Því næst
sýnir hann aftur stillta hitastigið.
Aðvörunarvísirinn heldur áfram að leiftra
þar til eðlilegu ástandi hefur verið komið á.
Þegar aðvörunarkerfið er aftur
komið á slokknar á
aðvörunarvísinum.
Aðvörun um opna hurð
Aðvörunarhljóðmerki heyrist ef hurðin er
skilin eftir opin í um 5 mínútur. Aðvörun um
að hurð sé opin er gefin til kynna með:
leiftrandi aðvörunarljósi;
hljóðgjafa.
ÍSLENSKA
11