User manual
• Smjör og ostur: setjið í sérstakar
loftþéttar umbúðir eða pakkið inn í
álpappír eða pólýþenpoka til að þrýsta
eins miklu lofti út og hægt er.
• Flöskur: þær þurfa lok og ætti að geyma
í hillunni í hurðinni, eða (ef fylgir) í
flöskuhillunni.
• Banana, kartöflur, lauk og hvítlauk, án
umbúða, má ekki geyma í ísskápnum.
Ráð varðandi frystingu
Nokkrar mikilvægar ábendingar til að
hjálpa þér að fá sem mest út úr frystingunni:
• hámarksmagn matar sem hægt er að
frysta á 24 klst. er sýnt á
tegundarspjaldinu;
• frystingarferlið tekur 24 tíma. Ekki skal
bæta neinum ófrosnum mat í frystinn á
því tímabili;
• aðeins skal frysta hágæða, fersk og vel
hreinsuð matvæli;
• frystið mat í litlum skömmtum til að hann
geti frosið hratt og alveg í gegn og til
þess að seinna sé hægt að afþíða aðeins
það magn sem þarf;
• pakkið matnum inn í álpappír eða plast
og gætið þess að pakkarnir séu loftþéttir;
• ekki láta ferskan, ófrosinn mat snerta mat
sem er þegar frosinn, til að forðast
hækkun hitastigs þess síðarnefnda;
• magur matur geymist betur og lengur en
feitur; salt minnkar geymsluþol matar;
• vatn frýs og ef þess er neytt strax eftir að
það er tekið úr frystinum kann það að
valda frostbruna á húð;
• ráðlegt er að sýna frystidagsetninguna á
hverjum pakka sem settur er í frystinn til
að hægt sé að fylgjast með
geymslutímanum.
Ráð varðandi geymslu frystra matvæla
Til þess að þetta heimilistæki starfi sem best,
skal:
• gæta þess að frystivara úr búð hafi verið
geymd á fullnægjandi hátt í búðinni;
• tryggja að frystivara sé flutt úr búðinni
og í frystinn á sem skemmstum tíma;
• ekki opna dyrnar oft eða hafa þær
opnar lengur en brýn nauðsyn krefur;
• eftir afþiðnun skemmist matur fljótt og
ekki er hægt að frysta hann aftur;
• ekki geyma matvöru lengur en
framleiðandi vörunnar mælir með.
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Almennar viðvaranir
VARÚÐ! Takið heimilistækið úr
sambandi áður en það gengst
undir viðhald.
Í kælieiningu þessa heimilistækis
eru vetniskolefni; því mega
aðeins löggildir tæknimenn
framkvæma viðhald og
endurhleðslu á því.
Aukahluti og íhluti
heimilistækisins er ekki hægt að
þvo í uppþvottavél.
Innra rýmið þrifið
Áður en heimilistækið er notað í fyrsta sinn
skal þvo innra rýmið og alla fylgihluti inni í
því með sápuvatni og mildri sápu til þess að
fjarlægja lyktina sem er alltaf af glænýrri
vöru, og þerra vandlega.
VARÚÐ! Ekki nota þvottaefni
eða slípiduft, þar sem það
skemmir yfirborðið.
ÍSLENSKA 69