User manual
endapunkti, skaltu fjarlægja körfuna með
því að ýta framhliðinni upp (2).
Á þeim tíma er þú setur körfurnar aftur i,
hallaðu framhlið körfunnar til þess að setja
han inn í frystihólfið. Þegar þú ert kominn
yfir endamörkin, skaltu ýta körfunum aftur á
sinn stað.
Vísir fyrir hitastig
Þetta heimilistæki er selt í
Frakklandi.
Samkvæmt reglugerðum sem
gilda í þessu landi þarf að fylgja
með því sérstakur búnaður (sjá
mynd) sem koma á fyrir í neðra
hólfi ísskápsins sem sýnir hvar
kaldasta svæði hans er.
Góð ráð
Eðlileg vinnsluhljóð
Eftirfarandi hljóð eru venjuleg við notkun:
• Dauft gjálfandi og vellandi hljóð frá
spólunum heyrast þegar kæliefninu er
dælt.
• Suðandi og titrandi hljóð frá þjöppunni
þegar kæliefninu er dælt.
• Skyndilegt smelluhljóð innan úr tækinu af
völdum hitabólgnunar (eðlilegt og
hættulaust náttúrulegt fyrirbæri).
• Dauft smelluhljóð frá hitastillingum þegar
kveiknar eða slökknar á þjöppunni.
Ábendingar um orkusparnað
• Ekki opna dyrnar oft eða hafa þær
opnar lengur en brýn nauðsyn krefur.
Ábendingar um kælingu á ferskum
matvælum
Ísskápurinn starfar best ef:
• ekki er geymdur heitur matur eða vökvar
sem uppgufun er af í ísskápnum
• breitt er yfir matinn eða honum er
pakkað inn, einkum ef hann er
bragðsterkur
• matnum er komið þannig fyrir að loft geti
leikið óhindrað um hann
Ábendingar um kælingu
Góð ráð:
• Kjöt (allar gerðir) : pakkið inn í
pólýþenpoka og setjið á glerhilluna fyrir
ofan grænmetisskúffuna.
• Aðeins er öruggt að geyma mat svona í
mesta lagi í einn eða tvo daga.
• Eldaður matur, kaldir réttir o.s.frv.: breiða
skal yfir slík matvæli og þau má setja á
hvaða hillu sem er.
• Ávextir og grænmeti: slík matvæli skal
þvo rækilega og setja í sérstaka(r)
skúffu(r) sem fylgir/fylgja með.
ÍSLENSKA 68