User manual

Þegar niðurtalningu lýkur, leiftrar Bottle
Chill-vísirinn og hljóðmerki heyrist:
1. Fjarlægðu alla drykki sem geymdir eru í
frystihólfinu.
2. Ýttu á Bottle Chill-hnappinn til að
slökkva á hljóðmerkinu og til að hætta
aðgerðinni.
Það er hægt að gera aðgerðina óvirka
hvenær sem er í niðurtalningu:
1. Ýttu á Bottle Chill-hnappinn.
2. Bottle Chill-vísirinn slokknar.
Hægt er að breyta tímanum í niðurtalningu
og í lokin með því að ýta á
hitastigslækkunarhnappinn eða
hitastigshækkunarhnappinn.
Fast Freeze-aðgerð
Ef þú þarft að lækka hitastigið í frystihólfinu
hratt, notaðu þá Fast Freeze-stillingu sem
leyfir matvælunum að halda öllum
eiginleikum sínum óskertum.
Til að kveikja á aðgerðinni:
1. Veldu frystihólfið.
2. Ýttu á hnappinn Mode þar til
samsvarandi táknmynd birtist.
Fast Freeze slekkur sjálfkrafa á sér eftir
um það bil 52 klukkustundir.
Til að slökkva á stillingunni áður en hún fer
sjálfkrafa af:
1. Veldu frystihólfið.
2. Ýttu á Mode-hnappinn til að velja aðra
aðgerð eða ýttu á Mode-hnappinn þar
til þú sérð engar sérstakar táknmyndir
lengur.
Þessa stilling fer af ef frystirinn er
stilltur á annað hitastig.
Aðvörun um háan hita
Hækkun á hitastigi í frystihólfinu (til dæmis
vegna þess að rafmagnið hefur farið af eða
hurð standi opin) er gefin til kynna með:
leiftrandi aðvörun og hitavísum frystis;
hljóðmerki frá hljóðgjafa.
Til að endurstilla aðvörun skal þrýsta á
hvaða hnapp sem er.
Það slokknar á hljóðgjafanum.
Hitavísir frystis sýnir hæsta hitastigið sem
frystirinn fór í, í fáeinar sekúndur. Því næst
sýnir hann aftur innstillt hitastig.
Aðvörunarvísirinn heldur áfram að leiftra
þar til eðlilegu ástandi hefur verið komið á,
síðan slokknar hann.
Viðvörun um að hurðin sé opin
Aðvörunarhljóðmerki heyrist þegar hurðin
er skilin eftir opin í nokkrar mínútur.
Viðvörun um að hurðin sé opin er gefin til
kynna með:
leiftrandi viðvörunarvísi;
hljóðgjafa.
Þegar eðlilegu ástandi hefur verið komið á
(hurðin lokuð), hættir viðvörunin. Einnig er
hægt að slökkva á hljóðgjafanum með því
að ýta á hnapp.
ÍSLENSKA
63