User manual

Eco Mode fyrir kæli- og frystihólf
Fyrir hagkvæmustu geymslu á matvælum
skal velja Eco Mode.
1. Til að kveikja á aðgerðinni:
a. Veldu kæli-/frystihólf.
b. Ýttu á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Hitastigsvísirinn sýnir hitann sem stillt er á:
fyrir kælinn: +4°C
fyrir frystinn: -18°C
2. Til að slökkva á aðgerðinni:
a. Veldu kæli-/frystihólf.
b. Ýttu á Mode til að velja aðra
aðgerð eða ekki neitt.
Það slokknar á aðgerðinni
með því að velja annað
hitastig.
Vacation Mode
Þessi aðgerð gerir þér kleift að halda
kæliskápnum lokuðum og tómum í löngum
sumarfríum án þess að slæmur fnykur
myndist.
Hólf kæliskápsins verður að vera
tómt þegar sumarfrísstillingin er
á.
Til að kveikja á aðgerðinni:
1. Veldu hólf í kæliskápnum
2. Ýttu á hnappinn Mode þar til
samsvarandi táknmynd birtist.
Vísir fyrir hitastig kæliskáps sýnir innstillt
hitastig í nokkrar sekúndur.
Til að slökkva á aðgerðinni:
1. Ýttu á Mode-hnappinn til að velja aðra
aðgerð eða ýttu á Mode-hnappinn þar
til þú sérð engar sérstakar táknmyndir
lengur.
Aðgerðin fer af með því að velja
annað hitastig fyrir kæliskápinn.
Shopping Mode
Ef þú þarft að setja mikið magn af volgum
mat í ísskápinn, til dæmis eftir
matarinnkaup, mælum við með því að þú
kveikir á Shopping Mode
innkaupastillingunni til að kæla vörurnar
hraðar og hindra að maturinn sem fyrir er í
ísskápnum hitni.
Til að kveikja á aðgerðinni:
1. Veldu hólf í kæliskápnum
2. Ýttu á hnappinn Mode þar til
samsvarandi táknmynd birtist.
Shopping Mode slekkur sjálfkrafa á sér
eftir um það bil 6 klukkustundir.
Til að slökkva á aðgerðinni áður en hún fer
sjálfkrafa af:
1. Ýttu á Mode-hnappinn til að velja aðra
aðgerð eða ýttu á Mode-hnappinn þar
til þú sérð engar sérstakar táknmyndir
lengur.
Aðgerðin fer af með því að velja
annað hitastig fyrir kæliskápinn.
Bottle Chill-stilling
Stillinguna Bottle Chill á að nota til þess að
stilla aðvörunarhljóðmerkið á þann tíma
sem óskað er, sem er hentugt til dæmis ef
uppskrift gerir ráð fyrir kælingu vökva í
ákveðinn tíma eða þegar minna þarf á
flöskur í hraðkælingu í frystinum svo þær
gleymist ekki.
Til að kveikja á aðgerðinni:
1. Ýttu á Bottle Chill-hnappinn
Bottle Chill-vísirinn birtist. Tímastillirinn
sýnir innstillt gildi (30 mínútur).
2. Ýttu á hnappinn fyrir kaldara hitastig og
hnappinn fyrir hlýrra hitastig til að
breyta innstilltu gildi tímastillisins frá 1
upp í 90 mínútur.
ÍSLENSKA
62