User manual
M) Aðgerð fyrir mikinn raka N) Sýningarstilling
Eftir val á kæli eða frystihólfi hefst
kynningarmyndin
Eftir val á hitastigi leiftrar
kynningarmyndin í nokkrar
mínútur.
Kveikt á
1. Tengdu klóna við rafmagnsinnstunguna.
2. Ýttu á hnappinn ON/OFF ef slökkt er á
skjánum.
3. Ef DEMO birtist á skjánum, er
heimilistækið kynningarstillingu. Sjá
efnisgreinina „Bilanaleit“ (DEMO-stilling
er aðgerð fyrir söluaðilann til að sýna
virkni heimilistækisins).
Hitastigsvísarnir sýna innstillta sjálfgefna
hitastigið.
Til að velja annað innstillt
hitastig, sjá „Hitastilling“.
Slökkt á
Ýttu á táknið ON/OFF í 3 sekúndur.
Þá slokknar á skjánum.
Heimilistækið er tekið úr sambandi með því
að taka klóna úr rafmagnsinnstungunni.
Að slökkva á kælinum
Til að slökkva á kælinum skal ýta á
hnappinn fyrir kælihólfið í nokkrar sekúndur.
Vísirinn OFF fyrir kælinn birtist.
Að kveikja á kælinum
Til að kveikja á kælinum skal ýta á
hnappinn fyrir kælihólfið.
Vísir fyrir kæli OFF slokknar.
Til að velja annað innstillt
hitastig, sjá „Hitastilling“.
Súluvísar
Súlurnar leiðbeina notandanum þegar hann
á í samskiptum við eininguna og gefa til
kynna á hvaða stigi einingin er að starfa.
Súlurnar gefa til kynna :
• hvaða hólf er stillt á (er virkt) þegar
hreyfimynd stöðvast
• það hitastig sem óskað er eftir á
kvarðanum
• hvort innstillt hitastig er hærra eða lægra
en fyrra hitastig (hreyfimynd með auknu
eða minnkandi)
Hitastilling
1. Veldu kælihólf eða frystihólf.
2. Ýttu á hitastigshnappinn til að stilla
hitastigið.
3. Stillt á sjálfgefna hitastillingu: +4°C fyrir
kælinn og -18°C fyrir frystinn.
Innstillt hitastig næst innan sólarhrings.
Vísar fyrir hitastig sýna innstillt hitastig.
Innstillt hitastig er vistað, jafnvel
þó það verði rafmagnslaust.
Aðgerð fyrir mikinn raka
Ef þú þarft að hækka rakastigið í
kæliskápnum, leggjum við til að þú notir
aðgerð fyrir mikinn raka.
1. Til að kveikja á þessari aðgerð skal
þrýsta á Mode þar til viðeigandi tákn
birtist.
Vísir fyrir mikinn raka kviknar.
2. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu ýta á
á Mode til að velja aðra aðgerð eða
ýta á Mode þar til þú sérð engar
sérstakar táknmyndir lengur.
ÍSLENSKA
61