User manual

Tenging við rafmagn
Áður en stungið er í samband þarf að full-
vissa sig um að rafspennan og raftíðnin sem
sýnd er á tegundarspjaldinu samræmist af-
lgjafa heimilisins.
Heimilistækið þarf að vera jarðtengt. Þess
vegna er kló aflgjafasnúrunnar útbúin með
sérstöku tengi. Ef rafmagnsinnstungan á
heimilinu er ekki jarðtengd skal setja heimil-
istækið í annað jarðsamband eftir gildandi
reglugerðum, í samráði við löggiltan rafvirk-
ja.
Framleiðandinn afsalar sig allri ábyrgð ef
ofangreindum öryggisleiðbeiningum er ekki
fylgt.
Þetta heimilistæki samræmist EBE-tilskipun-
um.
Uppsetning á kolefnis loftsíunni
Kolefnis loftsían er virk kolefnis sía sem tekur
í sig slæma lykt og gerir það að verkum að
hægt er að viðhalda besta bragði og lykt
matvæla án þess að hætta sé á lyktar
krossmengun.
Við afhendingu er kolefnissían í plastpoka
til að viðhalda endingu og eiginleikum sí-
unnar. Síuna skal setja inn á bakvið flipann
áður en kveikt er á tækinu.
1. Opnaðu lokið yfir flipanum.
2. Fjarlægðu síuna úr plastpokanum.
3. Setjið síuna í raufina sem er aftan á lok-
inu yfir flipanum.
4. Lokaðu lokinu yfir flipanum.
Mikilvægt! Meðhöndla þarf síuna varlega
þannig að kolefnið losni ekki af yfirborði
hennar. Skipta skal um kolefnissíu á 6
mánaða fresti.
Umhverfisábendingar
Endurvinna þarf öll efni merkt tákninu .
Setjið umbúðirnar í viðeigandi sorpílát til
endurvinnslu.
Leggið ykkar að mörkum til verndar
umhverfinu og heilsu manna og dýra og
endurvinnið rusl sem fylgir raftækjum og
raftrænum búnaði. Hendið ekki
heimilistækjum sem merkt eru með tákninu
í venjulegt heimilisrusl. Farið með vöruna í
næstu endurvinnslustöð eða hafið samband
við sveitarfélagið.
Efni í umbúðum
Efni merkt með tákninu
má endur-
vinna. Setjið umbúðirnar í viðeigandi safníl-
át til að endurvinna þær.
ÍSLENSKA 62