User manual
Ískápurinn afþíddur
Frost eyðist sjálfkrafa
af eimi ísskápshólf-
sins í hvert sinn sem
véldrifna þjappan
stöðvast, meðan á
venjulegri notkun
stendur. Afþídda
vatnið rennur út í
gegnum niðurfall inn
í sérstakt hólf aftan á
heimilistækinu, yfir véldrifnu þjöppunni, þar
sem það gufar upp.
Mikilvægt er að hreinsa öðru hvoru frár-
ennslisop afþídds vatn í miðri rennu ísskáps-
hólfsins svo að vatnið flæði ekki út fyrir og
leki á matinn í ísskápnum. Notið þar til
gerðan meðfylgjandi hreinsipinna sem er
tilbúinn inni í frárennslisopinu.
Það þarf ekki að afþíða frystihólfið
Frystihólfið í þessari útgáfu heimilistækisins
er hins vegar af "frostfrírri" gerð. Það þýðir
að ekkert frost safnast upp þegar tækið er í
notkun, hvorki á innri veggjum né á matn-
um.
Frostleysið stafar af stöðugu streymi af
köldu lofti inni í hólfinu, knúnu af sjálfvirkri
viftu.
Þegar hlé er gert á notkun heimilistækisins
Gerið eftirfarandi ráðstafanir þegar heimil-
istækið er ekki í notkun í langan tíma í einu:
1. Takið heimilistækið úr sambandi við
rafmagn.
2. Fjarlægið allan mat.
3. Afþíðið, ef fyrirséð
4. Þrífið heimilistækið og alla aukahluti.
5. Skiljið allar dyr eftir opnar svo að ekki
myndist slæm lykt.
Ef skápurinn er hafður í gangi, biðjið þá ein-
hvern að líta eftir honum af og til svo að
maturinn sem í honum er skemmist ekki ef
rafmagnið fer.
Bilanaleit
Hurðinni lokað
1. Þrífið dyraþéttingarnar.
2. Stillið dyrnar ef með þarf. Fylgið sam-
setningarleiðbeiningunum.
3. Skiptið um ónýtar dyraþéttingar ef með
þarf. Hafið samband við eftirsöluþjón-
ustuna.
Skipt um lampa
Inni í heimilistækinu er ljósdíóðuljós með
langan endingartíma.
Aðeins viðgerðarþjónustur okkar mega
skipta um ljósið. Hafið samband við
viðgerðarþjónustuna.
Varúđ Áður en hafist er handa við
viðgerðir, skal aftengja tækið við
rafmagn.
Aðeins löggildur rafvirki eða hæfur aðili má
gera bilanaleit sem er ekki í þessari hand-
bók.
Mikilvægt! Venjulegri vinnslu fylgja einhver
hljóð (frá þjöppu, kælirás).
Vandamál Möguleg orsök Lausn
Þetta heimilistæki er há-
vaðasamt.
Heimilistækið fær ekki réttan
stuðning frá gólfi.
Athugið hvort heimilistækið er
stöðugt (allir fjórir fætur eiga
að snerta gólfið).
ÍSLENSKA 58