User manual
Frystihólfsblokkir
x2
Frystihólfsblokkir
Tvær frystihólfsblokkir eru í frystinum. Þær
lengja tímann sem maturinn helst frosinn ef
rafmagnsleysi eða bilun á sér stað.
Kolefnis loftsía
Heimilistæki þitt er útbúið með kolefnissíu
sem er bak við flipa í afturvegg loftdreifing-
arhylkisins.
Sían hreinsar loftið og tekur burt lykt í kælih-
ólfinu, sem þýðir að geymsluskilyrði verða
enn betri.
Frysting ferskra matvæla
Frystihólfið hentar til frystingar á ferskum
matvælum og geymslu á frosnum og djúp-
frystum mat í langan tíma.
Ekki er þörf á að breyta miðlungsstillingunni
þegar frysta á fersk matvæli.
Frystingin gengur þó hraðar fyrir sig ef hit-
astillinum er snúið yfir á hærri stillingu til að
fá sem mesta kælingu.
Mikilvægt! Í slíku ástandi gæti hitastig
kælihólfsins farið niður fyrir 0°C. Ef það
gerist þarf að stilla hitastillinn aftur á hlýrri
stillingu.
Setjið ferska matinn sem á að frysta í neðsta
hólfið.
Geymsla frystra matvæla
Þegar heimilistækið er sett í gang á ný eftir
notkunarhlé í einhvern tíma, látið það þá
vera í gangi í minnst 2 tíma áður en mat-
vælin eru sett í hólfið.
Frystiskúffur auðvelda manni að finna rétta
matarpakkann. Ef geyma á mikið magn af
mat er hægt að fjarlægja allar skúffurnar
nema neðstu skúffuna en hún þarf að vera í
til þess að halda góðu loftstreymi. Á öllum
hillunum mega matvælin standa út allt að
15 mm frá hurðinni.
Mikilvægt! Ef afþiðnun verður fyrir slysni, til
dæmis af því að rafmagnið fer af, og
rafmagnsleysið hefur varað lengur en gildið
sem sýnt er í tæknieiginleikatöflunni
undir ,,hækkunartíma", þarf að neyta
afþídda matarins fljótt eða elda hann strax
og frysta hann svo aftur (eftir kælingu).
Afþíðing
Djúpfryst eða fryst matvara, fyrir notkun, er
hægt að afþíða í ísskápnum eða við stofu-
hita, eftir því hversu fljótt matvaran þarf að
afþiðna.
Lítil stykki er jafnvel hægt að elda á meðan
þau eru enn frosin, beint úr frystinum, en þá
er eldunartíminn lengri.
Færanlegar hillur
Í hliðum ísskápsins eru margar höldur,
þannig að hægt er að koma hillunum fyrir
hvar sem óskað er.
Hurðarhillurnar staðsettar
Til að hægt sé að
geyma matarum-
búðir af ýmsum
stærðum er hægt að
hafa hurðarhillurnar í
mismunandi hæð.
2
1
ÍSLENSKA 53