User manual
Til að slökkva á aðgerðinni:
1. Ýttu á Mode hnappinn til að velja aðra
aðgerð eða ýttu á Mode hnappinn þar
til þú sérð engin sérstök tákn lengur
Mikilvægt! Það slokknar á aðgerðinni ef
stillt er á annað hitastig fyrir kælinn.
Shopping Mode
Ef þú þarft að setja mikið magn af volgum
mat í ísskápinn, til dæmis eftir matarinn-
kaup, mælum við með því að þú kveikir á
Shopping Mode innkaupastillingunni til að
kæla vörurnar hraðar og hindra að matur-
inn sem fyrir er í ísskápnum hitni.
Slökkt á aukavali:
1. Veljið hólf í kæliskápnum.
2. Ýtið á hnappinn Mode þar til samsvar-
andi tákn birtist.
Innkaupastillingin Shopping Mode fer sjálf-
krafa af eftir um það bil 6 tíma.
Til að slökkva á stillingunni áður en hún fer
sjálfkrafa af:
1. Ýtið á Mode hnappinn til að velja aðra
aðgerð eða ýtið á Mode hnappinn
þangað til að þú sérð ekkert af þessum
sérstöku táknum
Mikilvægt! Þetta aukaval fer af með því að
velja annað hitastig fyrir kæliskápinn.
Bottle Chill stilling
Stillinguna Bottle Chill á að nota til þess að
stilla aðvörunarhljóðmerkið á þann tíma
sem óskað er, sem er hentugt til dæmis ef
uppskrift gerir ráð fyrir kælingu vökva í
ákveðinn tíma eða þegar minna þarf á
flöskur í hraðkælingu í frystinum svo þær
gleymist ekki.
Að kveikja á aðgerðinni:
1. Ýttu á Bottle Chill hnappinn.
Gaumljósið Bottle Chill birtist.
Klukkan sýnir það tímagildi sem stillt er
á (30 mínútur).
2. Ýttiu á hnappinn fyrir kaldara hitastig
og hnappinn fyrir hlýrra hitastig til að
breyta stillingu klukkunnar frá 1 up í 90
mínútur.
Þegar niðurtalningu lýkur, blikkar Bottle
Chill vísirinn og hljóðmerki heyrist.
1. Fjarlægið alla drykki sem geymdir eru í
frystihólfinu.
2. Ýtið á Bottle Chill hnappinn til að slök-
kva á hljóðmerkinu og til að hætta að-
gerðinni.
Það er hægt að gera aðgerðina óvirka
hvenær sem er í niðurtalningu:
1. Ýttu á Bottle Chill hnappinn.
2. Það slökknar á Bottle Chill vísinum/
gaumljósinu.
Hægt er að breyta tímanum í niðurtalningu
og í lokin með því að ýta á hitastigslækkun-
arhnappinn eða hitastigshækkunarhnapp-
inn.
Fast Freeze stilling
Ef þú þarft að lækka hitastigið í frystihólfinu
hratt, notaðu Fast Freeze stillingu sem leyfir
matvælunum að halda öllum eiginleikum
sínum ósnertum.
Að kveikja á aðgerðinni:
1. Veldu frystihólfið.
2. Ýtið á hnappinn Mode þar til samsvar-
andi tákn birtist.
Þessi stilling fer af sjálfkrafa eftir 52 klst.
Til að slökkva á stillingunni áður en hún fer
sjálfkrafa af:
1. Veldu frystihólfið.
2. Ýttu á Mode hnappinn til að velja aðra
aðgerð eða ýttu á Mode hnappinn þar
til þú sérð engin sérstök tákn lengur
Mikilvægt! Þessa stilling fer af ef frystirinn
er stilltur á annað hitastig.
Viðvörun um of háan hita
Hækkun á hitastigi í frystihólfinu (til dæmis
vegna þess að rafmagnið hefur farið af) er
gefin til kynna með því að:
• aðvörunin og vísar frystihitastigs blikka
• aðvörunarhljóðmerki heyrist.
ÍSLENSKA 51