User Manual

33
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
hitastigi þá mun tækið fara sjálfvirkt í halda heitu ham (KEEP WARM).
Ef tækið er still á 100°C (vatnssuðu) er ekki hægt að velja halda heitu ham (KEEP WARM).
1. Ef tækið er still á 100°C (vatnssuðu) er halda heitu takki (KEEP WARM) óvirkur.
2. Ef 100°C hefur þegar verið valið í biðstöðuham þá geturðu sett í gang halda heitu
ham (KEEP WARM) með því að ýta á KEEP WARM og samtímis endurstillt hitastigið
á 85°C.
3. Ef halda heitu hamur (KEEP WARM) er virkur í biðstöðuham getur þú slökkt á honum
með því að ýta á 100°C (suða).
Þegar tækið er starfandi: þú getur ýtt á hitastigstakkana til að stilla hitastigið. Þú getur
einnig ýtt á KEEP WARM takkann til að setja í gang eða slökkva á halda heitu hamnum.
Þú getur ýtt á START/STOP takkann til að setja í gang eða slökkva á tækinu.
Halda heitu hamurinn (KEEP WARM) heldur vatninu heitu í um það bil 2 klst. Síðan
slokknar á tækinu og það fer í biðstöðuham.
Ljósið meðfram botni mun glóa meðan á hitun stendur og slokknar á því þegar hitun er
lokið.
3. Þurrsuðuvörn
Teketillinn slekkur á sjálfum sér ef ekkert vatn er inni í honum.
4. Vöruviðvörun
1. Ef takkarnir virka ekki, slökkt er á gaumljósum, eða teketillinn gefur frá sér tvö
hljóðmerki þegar hann er settur í samband, þá þýðir slíkt að teketillinn hefur slæmt
samband við stöðina. Settu teketilinn rétt á stöðina og tengdu á ný við rafmagn til
að endurstilla hann.
2. Ef teketillinn gefur frá sér stöðug hljóðmerki og öll gaumljós blikka þá þýðir það að
teketillinn hefur verið í þurrsuðu og ofhitnað. Ef slíkt gerist skal aftengja teketilinn
strax og fylla með köldu vatni til að kæla hann strax.
3. Ef öll gaumljós blikka stöðugt, ekkert hljóðmerki heyrist og engir takkar virka,
þá þýðir það að vandamál er með hitaskynjarann. Aftengdu teketilinn frá
rafmagnsgjafa og tengdu hann á ný. Ef vandamálið er viðvarandi skaltu hætta að
nota teketillinn. Sendu hann til baka til smásöluaðilans til viðgerðar.
5. VIÐVÖRUN! Hætta á rafstuði!
Ekki dýfa tekatlinum, orkustöðinni né klónni í vatn eða annan vökva.
1. Aftengdu teketilinn frá rafmagnsgjafa, tæmdu allt eftirstandandi vatn og skolaðu.
Leyfðu tekatlinum að kólna. Netsíuna má fjarlægja með því að toga upp síuflipann
sem er sýnilegur gegnum opið á tekatlinum. Til að setja nýja síu skaltu stilla henni
upp við merkinguna innan í tekatlinum og renna henni niður þar til hún smellur á
sinn stað.
2. Tæmdu teketilinn eftir hverja notkun (þannig kemurðu í veg fyrir myndun skánar
og kalklaga). Fylgdu neðangreindum leiðbeiningum til að losa skán/kalkmyndun
frá hitaldinu: Settu 1/2 teskeið (2,5 ml) af afkölkunarefni (fæst í matvörubúðum)
í teketilinn. Fylltu með vatni þar til teketillinn er hálffullur. Tengdu teketilinn við
rafmagnsgjafa og ýttu á START/STOP. Slökktu á tekatlinum (START/STOP) þegar
vatnið sýður. Aftengdu teketilinn frá rafmagnsgjafa og leyfðu honum að kólna.
Skolaðu í fleiri skipti með kranavatni.
3. Þurrkaðu af tækinu utanverðu með rökum klút. Ekki nota hrjúf hreinsiefni né
hreinsiduft (slíkt gæti rispað yfirborð teketilsins).