User manual
Notkunarleiðbeiningar
7
• Ef vélin bilar ber fyrst að skrúfa fyrir vatnið, og síðan að taka raf-
magnsklóna úr sambandi. Ef vélin er fasttengd: sláið öryggi út eða
skrúfið skrúföryggi út.
2 Förgun
Förgun umbúða!
Vinsamlegast losið ykkur við umbúðirnar utan af uppþvottavélinni á
umhverfisvænan hátt. Allar umbúðirnar eru umhverfisvænar og endur-
vinnanlegar.
• Plasthlutar eru merktir með alþjóðlega stöðluðum skammstöfunum:
– >PE< fyrir pólýetýlen, t.d. plastfilmu
– >PS< fyrir pólýsstýren, t. d. einangrunarplastefni (almennt CFC-
fríir)
– >POM< fyrir pólýóxýmetýlen, t.d plastklemmur
• Kassinn og aðrir pappahlutar eru unnir úr endurunnum pappír og á
að losa til pappírsendurvinnslu.
Förgun eldri véla!
Þegar þið í framtíðinni hættið notkun uppþvottavélarinnar vinsamlega
komdu henni til næstu endurvinnslustöðvar.
2 Sparneytin og vistvænar aðferðir við
uppþvott í vélinni
• Tengið uppþvottavélina aðeins við heita vatnið ef það er ekki rafhita.
• Tryggið að vatnsmýkirinn sé rétt stiltur.
• Forhreinsið ekki mataráhöldin með rennandi vatni.
• Ef þvegið er með minna en fulla vél, skynjar vélin það, minnkar
vatnsmagnið og styttir tímalengd kerfisins. Hagkvæmast er að þvo
alltaf fulla vél.
• Veljið þvottakerfi í samræmi við óhreinindin á diskunum.
• Notið ekki meira af efnum en mælt er með af framleiðendum hverrar
tegundar.










