User manual

Notkunarleiðbeiningar
6
Almennt öryggi
• Aðeins faglærðir viðgerðarmenn mega gera við uppþvottavélina.
Talsverð hætta getur stafað af ófullnægjandi eða rangri viðgerð.
Hafið samband við viðgerðarþjónustu ef þarf að gera við vélina.
• Aldrei má taka í notkun uppþvottavél sem eru með skemmd í raf-
magnssnúru eða í að- eða frárennslisslöngu, eða þar sem stjórnborð,
eða sökkull.
• Þegar rafmagnssnúran hefur orðið fyrir skemmdum, eða ef þarf að
skipta um hana eftir langa notkun, þarf að kalla til viðgerðarþjónustu
frá AEG-viðurkenndum aðila. Ný snúra fæst hjá AEG-
notendaþjónustunni.
• Aldrei taka þurrkarann úr sambandi með því að toga í snúruna, takið
ávalt um rafmagnsklóna sjálfa.
• Af öryggisástæðum er ekki heimilt að breyta uppbyggingu þurrka-
rans.
Gætið þess að dyr uppþvottavélarinnar séu ávallt lokaðar nema rétt á
meðan verið er að setja í hana leirtau eða taka það út. Þannig er
komið í veg fyrir að einhver hrasi um hurðina og slasi sig.
• Beittir hnífar og áhöld með beittum brúnum þurfa að vera í efri grin-
dinni, eða komið fyrir í áhaldakörfunni þannig að oddurinn snúi
niður.
Notkun á þurrkaranum í samræmi við lög
• Í uppþvottavélinni má aðeins þvo mataráhöld og leirtau. Ef vélin er
notuð í öðrum tilgangi eða á rangan hátt, er framleiðandi ekki ábyr-
gur fyrir þeim skemmdum, sem verða kunna.
• Áður en notað er vélarsalt, þvottaefni eða gljái, verið þá viss um að
framleiðandi þessara efna taki sérstaklega fram að þau séu ætluð í
uppþvottavélar.
• Ekki má setja nein leysiefni í uppþvottavélina. Sprengihætta!
Vatnsöryggið veitir áreiðanlega vörn gegn vatnstjóni. Þess vegna þarf
að fylgja eftirtöldum skilyrðum:
– Uppþvottavélin verður að vera í sambandi við rafmagn, einnig þó
slökkt sé á henni.
– Uppþvottavélin verður að vera sett upp samkvæmt fyrirmælum.
– Skrúfið ávallt fyrir krana þegar ekki á að nota uppþvottavélina í
langan tíma, t. d. þegar farið er í leyfi.
• Setjist eða stígið aldrei á hurð sem liggur opin, því uppþvottavélin
gæti oltið.