User manual
Notkunarleiðbeiningar
5
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
1 Öryggi
Öryggi AEG-rafmagnstækjanna er í samræmi við lög og reglur um
tækni og öryggi rafmagnstækja. Samt sem áður lítum við á það sem
skyldu okkar sem framleiðenda að benda á eftirfarandi öryggisatriði.
Uppsetning, tenging og fyrsta notkun
• Aðeins má flytja uppþvottavélina í uppréttri stöðu.
• Gætið að því að uppþvottavélin hafi ekki orðið fyrir hnjaski í flut-
ningi. Alls ekki má tengja vél sem hefur orðið fyrir skemmdum. Ef
skemmdir hafa orðið, ber að hafa samband við seljandann.
• Áður en uppþvottavélin er tekin í notkun ber að fullvissa sig um að
rafspenna og rafstraumur, sem skráð eru á tegundarplötu uppþvotta-
vélarinnar, passi við rafspennu og rafstraum á þeim stað þar sem á að
setja tækið upp. Á tegundarplötunni er einnig að finna upplýsingar
um nauðsynlegt rafmagnsöryggi.
• Í kaflanum “Uppsetning“ er því lýst hvernig á að setja vélina upp og
tengja hana. Notið ekki fjölliða klær, millistykki eða framlengingars-
núrur. Eldur gæti kviknað vegna ofhitunar!
Öryggi barna
• Börn átta sig oft ekki á þeirri hættu sem fylgir meðhöndlun raf-
magnstækja. Því þarf að gæta þess að börn leiki sér aldrei með
uppþvottavélina - þau gætu lokast inni í henni og kafnað.
• Umbúðir (t.d. plast eða frauðplast) geta reynst börnum hættulegar.
Hætta er á köfnun! Geymið umbúðir þar sem börn ná ekki til.
• Uppþvottaefni geta valdið ætingu í augum, munni og hálsi, eða jafn-
vel leitt til köfnunar! Fylgið leiðbeiningum frá framleiðendum þvotta-
og hreinsiefna.
• Vatnið í uppþvottavélinni er ekki hæft til drykkjar. Ef leifar af þvot-
taefnum eru í vélinni getur verið hætta á ætingu!
• Þegar uppþvottavélin er tekin úr notkun: Takið rafmagnskló úr sam-
bandi, klippið snúruna af og hendið henni. Eyðileggið lokunar-
búnaðinn í hurðinni, þannig að ekki sé hægt að loka vélinni.










