User manual

Uppsetning og tenging
43
Vatnsöryggiskerfi
Til að koma í veg fyrir vatnsskemdir er vélin búin öryggiskerfi.
Ef bilun kemur upp, stöðvar öryggisventill í inntakinu vatnsstreymið og
það kviknar á vatnsdælu. Afgangsvatni er sjálfkrafa dælt af vélinni.
1
Vatnsöryggiskerfið virkar líka þegar slökkt er á vélinni.
Tenging við rafmagn
1
Aðeins viðurkenndur raflagnasérfræðingur má setja upp fasttengingu
við netkerfi rafveitu.
Við tengingu ber að fylgja lögum og reglum um meðferð rafmagns og
jafnframt, ef við á, viðbótarreglum frá rafveitum á hverjum stað.
Að lokinni ísetningu mega leiðandi hlutir sem spenna er á og ein-
angraðar leiðslur með snertivörn í samræmi við EN 60335/DIN VDE
0700 ekki vera snertanlegir.
Upplýsingar vegna tengingar við rafmagn eru á tegundarplötu vélarin-
nar, hægra megin innan á hurð uppþvottavélarinnar. Ef vélin er sett
þannig upp að snúa megi uppsetningunni við, skal fara eftir viðbótar-
leiðbeiningum á skýringarmynd í tengidósinni.
Áður en vélin er tekin í notkun ber að gæta að því að málspenna og raf-
straumur, sem skráð eru á tegundarplötu vélarinnar, sú eins og í inn-
stungunni þar sem setja á tækið upp. Upplýsingar um nauðsynlegt
rafmagnsöryggi er einnig að finna á tegundarplötunni.
Til að taka rafmagn af uppþvottavélinni skal taka klóna úr sambandi.
Athugið: Klóin þarf að vera aðgengileg, einnig eftir að búið er að setja
vélina upp
Ef vélin er með fasttengingu við rafmagn, þá verður að setja upp
tvípóla (N,L1) skilrofa (t.d. Fi-sjálfvar) með 3 mm bili > ef rjúfa þarf
rafstrauminn.