User manual
Notkunarleiðbeiningar
31
Viðhald og hreinsun
1
Notið ekki undir neinum kringumstæðum húsgagnahreinsiefni eða
sterk efni.
• Ef nauðsyn krefur, strjúkið af stjórntækjum með mjúkum,hlýjum og
rökum klút.
• Athugið af og til hvort óhreinindi eru á hreinsiefnaílátum, hurðark-
armi eða vatnsarmi og hreinsið ef þörf krefur.
Hreinsun á síum
3
Síurnar neðst í aðalrými uppþvottavélarinnar eru að mestu leyti
sjálfhreinsandi.
Engu að síður ætti að skoða þær og
hreinsa af og til. Óhreinar síur gera
það að verkum að vélin þvær ekki
eins vel og ella.
0 1. Opnið dyrnar, fjarlægið neðri grin-
dina.
2. Síukerfi uppþvottavélarinnar saman-
stendur af gróf- og fínsíu, smásíu og
flatsíu. Notið handfangið á smásíunni
til að losa síukerfið og taka það út.
3. Snúið handfanginu u.þ.b. ¼ snúning
rangsælis og takið það út.
4. Takið um handfang gróf-/fínsíunnar
(1/2) og takið út úr smásíunni (3).
5. Þvoið allar síurnar vel með rennandi
vatni.
6. Takið flatsíuna (4) úr uppþvottavé-
linni og hreinsið hana vel báðum
megin.










