User manual
Notkunarleiðbeiningar
29
Byrjunartíma eytt út
Ef þvottakerfið er ekki farið í gang, er hægt að eyða út byrjunartíma-
num. Ýtið eins oft á hnappinn Tímaval og þarf til að keyrslutími valins
uppþvottakerfis birtist á skjánum. Valið þvottakerfi fer þá strax af stað.
Breyting á þvottakerfi eftir að byrjunartími hefur verið valinn:
Ef þvottakerfið er ekki farið af stað er hægt að skipta um valið kerfi
með því að ýta á einhvern af þvottakerfishnöppunum.
0 1. Ýtið á hnapp nýja þvottakerfisins og haldið honum inni.
Þá blikkar ljósið fyrir kerfið sem áður var valið.
Eftir nokkrar sekúndur lýsir aðeins ljósið fyrir nýja kerfið.
2. Sleppið kerfishnappinum.
Þegar valinn klukkustundafjöldi er liðinn fer nýja þvottakerfið sjálf-
krafa af stað.
Hleðslunæmi - Sensorlogic
Þegar uppþvottakerfi er sett af stað, þó einungis sé lítið af leirtaui í efri
og/eða neðri grindinni, sér rafeindakerfi uppþvottavélarinnar um að
vatnsmagn og lengd uppþvottakerfisins hæfi magni leirtausins. Þannig
er hægt að þvo lítið magn á fljótlegan og hagkvæman hátt. Þegar vélin
er hálf-full (borðáhöld f. 6) sparast allt að 2 lítrar vatns og 0,2 kWh af
rafmagni.










