User manual

Notkunarleiðbeiningar
28
Þvottakerfi stöðvað með því að opna dyr uppþvottavélarinnar
1
Þegar dyrnar eru opnaðar getur heit gufa streymt út. Hætt er við að
fólk brennist! Opna hurðina varlega.
0 1. Opnið dyr uppþvottavélarinnar.
Þvottakerfið stöðvast.
2. Lokið dyrunum.
Þvottakerfið fer aftur í gang.
Hætt við þvott (RESET)
0 1. Ýtið samtímis á stjórnhnappa 2 og 3 og haldið þeim inni.
Gaumljós þess þvottakerfis sem er í gangi blikkar í nokkrar sekúndur og
slokknar síðan.
2. Sleppið stjórnhnöppunum.
Þvottakerfið hætti vinnslu.
3
Þegar slökkt er á uppþvottavélinni er aðeins gert hlé á völdu þvotta-
kerfi, en ekki er hætt við það. Þegar næst er kveikt á vélinni heldur
kerfið áfram.
Val eða breyting á byrjunartíma
Með valhnappi fyrir byrjunartíma er hægt að stilla hvenær uppþvotta-
kerfi á að fara í gang. Hámarks biðtími er 19 klukkustundir.
Val á byrjunartíma:
0 1. Ýtið á KVEIKT/SLÖKKT-hnapp
2. Ýtið á hnappinn TÍMAVAL uns réttur klukkustundafjöldi birtist á skjá-
num (uppþvottakerfið fer í gang að þessum tíma liðnum).
3. Ýtið á hnappinn fyrir það þvottakerfi sem á að nota.
Á skjánum birtist stutta stund keyrslutími valins uppþvottakerfis, og
síðan aftur valinn byrjunartími.
Um leið og klukkustundafjöldinn lýsir stöðugt, er tímavalið farið í gang.
Þegar valinn klukkustundafjöldi er liðinn fer þvottakerfið sjálfkrafa af
stað.
Breyting á byrjunartíma:
Á meðan þvottakerfið er ekki farið af stað er hægt að breyta byrjunar-
tímanum með því að ýta aftur á valhnappinn.