User manual
Notkunarleiðbeiningar
27
Þvottakerfi sett af stað
0 1. Athugið, hvort hleðsla vélarinnar sé rétt, og að vatnsarmarnir geti
snúist án þess að rekast í.
2. Skrúfið alveg frá krananum.
3. Lokið dyrunum.
4. Ýtið á KVEIKT/SLÖKKT hnappinn.
Gaumljósið við KVEIKT/SLÖKKT-hnappinn kviknar.
5. Ýtið á kerfishnapp þess þvottakerfis, sem óskað er (sjá “Tafla yfir þvot-
takerfi”).
Ljós þvottakerfisins kviknar. Á skjánum er sýnt hve langur tími er eftir
uns þvottakerfið lýkur keyrslu.
Eftir u.þ.b. 3 sekúndur fer valið þvottakerfi af stað.
3
Tímalengdin getur breyst eftir því hversu mikið leirtau er í vélinni og
hve óhreint það er.
3
Ef villuboð birtast á skjánum eftir að þvottakerfi er farið af stað, lesið
þá kaflann “Hvað á að gera, þegar...”.
Skipt um þvottakerfi/hlé gert/hætt við þvott
3
Skiptið ekki um kerfi eða gerið hlé á kerfi sem er í gangi nema brýna
nauðsyn beri til. Eftir að vélinni hefur verið lokað aftur hitnar loftið
sem fór inn í hana mikið og þenst út. Við það getur komist vatn í botn-
rennuna, og vatnsöryggið hugsanlega farið í gang.
Skipt um þvottakerfi
3
Ef óskað er eftir að skipta um þvottakerfi innan 3ja sekúndna frá því að
kerfi var valið, ýtið þá stutt á hnapp nýja þvottakerfisins.
Ef óskað er eftir að skipta um þvottakerfi síðar, gerið þá eins og hér
segir:
0 1. Ýtið á hnapp nýja þvottakerfisins og haldið honum inni.
Þá blikkar ljósið fyrir þvottakerfið sem þegar er í gangi.
Eftir nokkrar sekúndur lýsir aðeins ljósið fyrir nýja kerfið.
1. Sleppið kerfishnappinum.
Þvottakerfið sem síðar var valið fer af stað.










