User manual
Notkunarleiðbeiningar
24
Notkun 3-í-1 hreinsitaflna
Almennar ábendingar
Hér er um að ræða töflur sem innihalda uppþvottaefni, gljáa og
sérstakt salt fyrir uppþvottavélar.
0 1. Áður en þessar töflur eru notaðar verður að athuga, hvort vatnið sé af
réttu herslustigi til að mælt sé með notkun þeirra, eins og lesa má í
leiðbeiningum frá framleiðendum taflnanna (sjá umbúðir).
2. Farið ávallt eftir leiðbeiningum framleiðenda, þegar þessar töflur eru
notaðar.
1
Látið töflurnar aldrei beint inn í uppþvottavélina eða í áhaldakör-
funa, því það veldur því að leirtauið þvæst ekki jafn vel og annars.
Setjið töflurnar ávallt í hólfið sem ætlað er fyrir uppþvottaefni.
3. Ef einhver vandamál verða þegar 3-í-1 hreinsiefni er notað í fyrsta sinn,
hafið þá samband við þjónustuver framleiðanda efnisins (sjá símanúmer
á umbúðum efnisins).
Sérstakar ábendingar
Þegar samsett efni eru notuð, er óþarfi að bæta við gljáa og salti. Því
getur verið gott að slökkva á notkun gljáa, ef uppþvottavélin býður upp
á að það sé gert. Stillið að auki á minnsta herslustig vatns.
Nánari upplýsingar er að finna í notendaleiðbeiningum.
Þegar ekki á lengur að nota 3-í-1 hreinsiefni skal:
• Fylla aftur á salt og gljáa.
• Stilla á mesta herslustig vatns og láta tóma uppþvottavélina fara þris-
var í gegnum uppþvottakerfi.
• Stillið síðan á rétt herslustig vatns (sjá notendaleiðbeiningar).










