User manual

Notkunarleiðbeiningar
17
Dagleg notkun
• Þarf að fylla á vélarsalt eða gljáa?
• Raðið hnífapörum og leirtaui í uppþvottavélina
• Setjið uppþvottaefni í vélina
• Veljið hentugt uppþvottakerfi fyrir áhöldin og leirtauið
• Setjið þvottakerfið af stað
Áhöldum og leirtaui raðað í vélina
1
Svampa, tuskur og aðra hluti, sem drekka í sig vatn, má ekki þvo í
uppþvottavélinni
.
• Áður en leirtauinu er raðað í vélina er best að:
– fjarlægja stóra matarbita.
– leggja potta með viðbrenndum matarleifum í bleyti.
• Gætið að því þegar leirtaui og áhöldum er raðað inn:
– leirtau og áhöld mega ekki hindra snúning vatnsarmanna í vélinni.
snúið bollum, glösum, pottum o.s.frv. á hvolf, þannig að vatn setjist
ekki á botninn.
– leirtau og áhöld mega ekki liggja hvert inni í öðru eða hylja hvert
annað.
til að koma í veg fyrir að gler skemmist, ættu glös ekki að snertast í
vélinni.
– leggið smáhluti (t. d. lítil lok) í áhaldagrindina.
Í uppþvottavélinni má…
ekki þvo eftirtalið: stundum þvo eftirtalið:
mataráhöld með viðar-, horn-,
postulíns- eða perlumóðurskafti
gerviefni sem þola illa hita
gömul áhöld með lími eða kítti
sem er viðkvæmt fyrir hita
leirtau eða áhöld sem hafa verið
límd
tin- eða koparhlutir
hlutir úr blýkristal
stálhlutir sem geta ryðg
•trébretti
listmunir
þvoið ekki steinleir í uppþvottavélinni nema
sérstaklega sé tekið fram af framleiðanda
vörunnar, að það megi.
glerungur getur upplitast ef mjög oft er
þvegið í vél.
silfur- og álhlutir vilja bregða lit þegar
þvegið er upp. Matarleifar eins og t. d. egg-
jahvíta, eggjarauða og sinnep valda oft
upplitun eða blettum á silfri. Skolið þess
vegna matarleifar strax af silfuráhöldum, ef
ekki á að þvo upp áhöldin strax eftir notkun.
sumar glertegundir dökkna eftir marga
þvotta.