User manual
Notkunarleiðbeiningar
14
Gljái
Gljáinn gerir það að verkum að síðasta skolvatn rennur vel af og leirtau
og glös verða blettalaus og glansandi.
Gljáann má nota á tvo vegu:
• Ef notað er uppþvottaefni sem inniheldur gljáa, er efnið með gljáa-
num sett í uppþvottaefnishólf vélarinnar.
– Þegar þetta er gert verður að vera slökkt á notkun gljáa úr
gljáahólfi, til að koma í veg fyrir að of mikill gljái sé notaður.
• Ef uppþvottaefni og gljái eru notuð hvort í sínu lagi, er gljáinn settur
í þar til gert hólf í hurð vélarinnar.
– Þegar þetta er gert verður að vera kveikt á notkun gljáa úr
gljáahólfi.
– Stilla þarf skammtastærð gljáans. Fyrir notkun á Íslandi skal stilla á
1-2.
1
Notið aðeins viðurkennd gljáefni sem ætluð eru fyrir uppþvottavélar.
Setjið aldrei önnur efni (t.d. edik) eða uppþvottalög í gljáahólfið. Slíkt
myndi skaða uppþvottavélina.
Kveikt/slökkt á notkun gljáa
3
Margar vélar eru með aukastillingunni 3í1.
Þegar notaðar eru 3-í-1 hreinsiefnistöflur og aukastillingin 3í1 er
valin, þarf ekki að slökkva á notkun gljáans (sjá “3í1 aukstillingin”).
0 1. Ýtið á KVEIKT/SLÖKKT-hnappinn.
Gaumljós KVEIKT/SLÖKKT-hnappsins logar.
3
Ef fleiri gaumljós loga, þá er þvottakerfi í gangi. Fara verður út úr þvot-
takerfinu (RESET):
Ýtið samtímis á stjórnhnappa 2 og 3 í u.þ.b. 2 sekúndur.
Öll önnur gaumljós slokkna.
2. Ýtið samtímis á stjórnhnappa 2 og 3 og haldið þeim inni.
Gaumljós stjórnhnappa 1 til 3 blikka.
3. Ýtið aftur á stjórnhnapp 2.
Gaumljós stjórnhnapps 2 blikkar.










