FAVORIT 65053 U Uppþvottavél Notendaleiðbeiningar
Kæri viðskiptavinur, Vinsamlegast lestu þessar notendaupplýsingar vandlega. Athugaðu sérstaklega “Öryggis” hlutann á fyrstu blaðsíðum Vinsamlegast geymdu þessar notendaupplýsingar þannig að hægt sé að fletta upp í þeim síðar. Ef uppþvottavélin skiptir um eigendur, láttu leiðbeiningarnar fylgja. 1 0 Atriði sem varða öryggi þitt eru merkt með rauðum þríhyrning og/eða með upphrópunum (Aðvörun!, Varúð!, Áríðandi!). Veittu þeim vinsamlegast sérstaka athygli.
Inhalt INHALT Notkunarleiðbeiningar .................................... 5 Öryggi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Förgun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Sparneytin og vistvænar aðferðir við uppþvott í vélinni . . . . . . . . . . . . 7 Útlit og stjórnborð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Inhalt Viðhald og hreinsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Hreinsun á síum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Hvað skal að gera, þegar … . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ...villuboð birtast. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ...vandamál koma upp við notkun uppþvottavélarinnar. . . . . . . . . .
Notkunarleiðbeiningar NOTKUNARLEIÐBEININGAR 1 Öryggi Öryggi AEG-rafmagnstækjanna er í samræmi við lög og reglur um tækni og öryggi rafmagnstækja. Samt sem áður lítum við á það sem skyldu okkar sem framleiðenda að benda á eftirfarandi öryggisatriði. Uppsetning, tenging og fyrsta notkun • Aðeins má flytja uppþvottavélina í uppréttri stöðu. • Gætið að því að uppþvottavélin hafi ekki orðið fyrir hnjaski í flutningi. Alls ekki má tengja vél sem hefur orðið fyrir skemmdum.
Notkunarleiðbeiningar Almennt öryggi • Aðeins faglærðir viðgerðarmenn mega gera við uppþvottavélina. Talsverð hætta getur stafað af ófullnægjandi eða rangri viðgerð. Hafið samband við viðgerðarþjónustu ef þarf að gera við vélina. • Aldrei má taka í notkun uppþvottavél sem eru með skemmd í rafmagnssnúru eða í að- eða frárennslisslöngu, eða þar sem stjórnborð, eða sökkull.
Notkunarleiðbeiningar • Ef vélin bilar ber fyrst að skrúfa fyrir vatnið, og síðan að taka rafmagnsklóna úr sambandi. Ef vélin er fasttengd: sláið öryggi út eða skrúfið skrúföryggi út. 2 Förgun Förgun umbúða! Vinsamlegast losið ykkur við umbúðirnar utan af uppþvottavélinni á umhverfisvænan hátt. Allar umbúðirnar eru umhverfisvænar og endurvinnanlegar. • Plasthlutar eru merktir með alþjóðlega stöðluðum skammstöfunum: – >PE< fyrir pólýetýlen, t.d. plastfilmu – >PS< fyrir pólýsstýren, t. d.
Notkunarleiðbeiningar Útlit og stjórnborð Efri úði Gúmmíhlíf á vatnsinntaki fyrir vatnsarminn Vatnsarmur Rofi fyrir herslu vatns Ílát fyrir vatnssalt (ekki notað á Íslandi) Ílát fyrir hreinsiefni Ílát fyrir gljáa 8 Tegundarplata Síur Ljós
Notkunarleiðbeiningar Stjórnborð Kerfis-hnappar Stilling upphafstíma Skjár Hurðarhandfang 12 3 Kerfishnappur Þvottakerfishnappar Gaumljós KVEIKT/SLÖKKT hnappur Stjórnborðið samanstendur af ræsihnapp, kerfishnöppum og skjá. Kerfishnappar: Auk þvottakerfanna er hægt að stilla eftirfarandi með kerfishnöppunum: Kerfishnappur 1 Stilling á herslu vatns Kerfishnappur 2 Kveikt og slökkt á gljáa Kerfishnappur 3 - ekki nýttur - Skjárinn getur sýnt: – Á hvaða herslustig vatnið er stillt.
Notkunarleiðbeiningar Fyrir fyrstu notkun Fjarlægið fyrst allar klemmur af körfunum. Framkvæmið síðan eftirfarandi: 1. Stillið herslu vatns 2. Fyllið á sérsalti (á ekki við á Íslandi) 3. Fyllið á gljáa 3 Sleppa má gljáa og sérsalti ef notaðar eru 3-in-1 uppþvottaefnistöflur. Vatnsmýking Víða erlendis þarf að skola leirtauið með mjúku vatni, þ.e. kalksnauðu, til að koma í veg fyrir að kalkútfellingar setjist í leirtauið og uppþvottavélina.
Notkunarleiðbeiningar Stillið vatnsmýkingu 0 Þar sem uppsetning vélarinnar miðast við algengt herslustig erlendis er þörf á að stilla hana fyrir notkun á Íslandi: Slökkt verður að vera á vélinni. Handvirk stilling: 1. Opnið dyr vélarinnar. 2. Takið neðri grindina úr vélinni. 3. Snúið hnappi fyrir herslu vatns á O eða 1 (sjá töflu). 4. Setjið grindina í aftur. Rafræn stilling: 1. Ýtið á KVEIKT/SLÖKKT-hnappinn. Gaumljós KVEIKT/SLÖKKT-hnappsins logar. 3 Ef fleiri gaumljós loga, þá er þvottakerfi í gangi.
Notkunarleiðbeiningar Vélarsalt fyrir vatnsmýkingu 3 Ef herslustig vatns er undir 4 °d þarf ekki að mýkja vatnið og óþarft er að nota sérstakt vélarsalt eða slík efni. Vatnið má mýkja á tvo vegu: • Ef notað er uppþvottaefni sem inniheldur saltefni, þarf aðeins að setja efnið í uppþvottaefnishólf vélarinnar. – Þá þarf að stilla vatnsmýkingu handvirkt á 0 og rafrænt á 1 til að engu vélarsalti sé bætt í uppþvottavatnið.
Notkunarleiðbeiningar Áfylling vélarsalts Þegar uppþvottaefni og gljái eru notuð sitt í hvoru lagi, setjið þá vélarsaltið í vélina: – áður en uppþvottavélin er notuð í fyrsta sinn. – þegar gaumljósið SALT fyrir vélarsalt lýsir á stjórnborðinu. 0 1. Opnið dyrnar, fjarlægið neðri grin- dina. 2. Skrúfið hettuna á saltforðahólfinu af (rangsælis). 3. Aðeins við fyrstu notkun: Fyllið salthólfið af vatni. 4. Haldið trektinni, sem fylgdi með vélinni, að opi hólfsins.
Notkunarleiðbeiningar Gljái Gljáinn gerir það að verkum að síðasta skolvatn rennur vel af og leirtau og glös verða blettalaus og glansandi. Gljáann má nota á tvo vegu: • Ef notað er uppþvottaefni sem inniheldur gljáa, er efnið með gljáanum sett í uppþvottaefnishólf vélarinnar. – Þegar þetta er gert verður að vera slökkt á notkun gljáa úr gljáahólfi, til að koma í veg fyrir að of mikill gljái sé notaður.
Notkunarleiðbeiningar Skjárinn sýnir valda stillingu: 0d Slökkt á notkun gljáa 1d Kveikt á notkun gljáa (stilling frá verksmiðju) 4. Stillingunni er breytt með því að ýta á stjórnhnapp 2. 5. Ef skjárinn sýnir þá stillingu sem óskað er, ýtið á KVEIKT/SLÖKKT-hnappinn. Þá geymir vélin þá stillingu sem valin var.
Notkunarleiðbeiningar 4. Fyllið gljáa nákvæmlega upp að brotalínunni sem er merkt “max”; magnið er þá u.þ.b. 140 ml 5. Lokið ílátinu, það á að smella. 6. Ef eitthvað hefur lekið útfyrir, þurrkið það þá með tusku. Annars getur freytt of mikið. Stilling á magni gljáa Þegar leirtau er þvegið er gljáa bætt í skolvatnið úr forðahólfi. Magnið má stilla á kvarðanum 1-6. Stillingin er “4” þegar vélin kemur frá verksmiðjunni.
Notkunarleiðbeiningar Dagleg notkun • Þarf að fylla á vélarsalt eða gljáa? • Raðið hnífapörum og leirtaui í uppþvottavélina • Setjið uppþvottaefni í vélina • Veljið hentugt uppþvottakerfi fyrir áhöldin og leirtauið • Setjið þvottakerfið af stað Áhöldum og leirtaui raðað í vélina 1 Svampa, tuskur og aðra hluti, sem drekka í sig vatn, má ekki þvo í uppþvottavélinni.
Notkunarleiðbeiningar Hnífapör Varúð: Langir, oddhvassir hlutir í hnífaparagrindinni skapa hættu, sérstaklega gagnvart ungum börnum (sjá öryggisleiðbeiningar)! Til að tryggja að öll hnífapörin séu hreinsuð, skal: 0 1. Setja innri grindina í hnífaparagrindina. 2. Setja stutta hnífa, gafla og skeiðar í innri grindina með handföngin niður á við. 3. Ef um stærri hluti t.d. sleif er að ræða, er hægt að taka helminginn af innri grindinni af. 1 Ásumum tegundum er hægt að opna hnífaparágrindina.
Notkunarleiðbeiningar Pottar, pönnur og stórir diskar Raðið stærra og óhreinna leirtauinu í neðri grindina (diskar með 29 cm þvermáli). Um fjóra valmöguleika er að ræða í neðri grind: Valmöguleiki 1: öll diskamótin eru föst Valmöguleiki 2: hægra diskamótið í neðri grind er færanlegt til vinstri Til að auðvelda þvott á stóru leirtaui, eru hægri diskamótin í neðri grind færanleg til vinstri: 0 1. Tyllið hægri diskamótunum létt upp að aftan. 3 2. Færið diskamót til vinstri.
Notkunarleiðbeiningar Valmöguleiki 3: hægt er að brjóta hægra diskamótið í neðri grind saman 3 Til að auðvelda þvott á stóru leirtaui, er hægt að brjóta hægra diskamótið í neðri grind saman: Valmöguleiki 4: hægt er að brjóta bæði aftari diskamótin í neðri grind saman 3 20 Til að auðvelda þvott á stóru leirtaui, er hægt að brjóta bæði aftari diskamótin í neðri grind saman.
Notkunarleiðbeiningar Uppröðun bolla, glasa og kaffistella Raðið smærrii hlutum ásamt löngum, oddhvössum áhöldum í efri grindina. • Raðið leirtauinu á og undir fellanlegu bollagrindurnar á þann hátt að uppþvottavatnið nái til allra hlutanna. • Þegar háir hlutir eru þvegnir skal opna fellanlegu bollagrindina. • Skorðið eða hengið vínglös, kampavíns- eða koníaksglös í raufar bollagrindarinnar. • Glösum, staupum og slíku má einnig koma fyrir á milli grindanna í efri körfunni vinstra megin.
Notkunarleiðbeiningar Að stilla hæð efri grindar Efri grind 3 með upphækkaðri efri grind 22 cm 31 cm með lækkaðri efri grind 24 cm 29 cm Það er líka hægt að stilla hæð grindarinnar þegar hún er fullhlaðin. Að lækka grindina 0 1. Dragið efri grindina alveg út. 2. Lyftið grindinni allveg upp og lækkið síðan. Karfan festist í efri stöðunni. Að hækka grindina 1. Dragið efri grindina alveg út. 2. Lyftið grindinni allveg upp og lækkið síðan. Karfan festist í neðri stöðunni.
Notkunarleiðbeiningar Áfylling uppþvottaefnis 1 Notið aðeins uppþvottaefni sem ætluð eru fyrir uppþvottavélar. Setjið uppþvottaefnið í vélina: – áður en uppþvottakerfið er sett af stað (ekki fyrir kerfið Forþvottur). Uppþvottaefnið blandast vatninu á meðan kerfið vinnur. Vinsamlega fylgið þeim skammtastærðum sem framleiðendur mæla með og tilgreindar eru á umbúðum uppþvottaefnisins. Hólf fyrir uppþvottaefni er innan á hurð uppþvottavélarinnar. 0 1.
Notkunarleiðbeiningar Notkun 3-í-1 hreinsitaflna Almennar ábendingar Hér er um að ræða töflur sem innihalda uppþvottaefni, gljáa og sérstakt salt fyrir uppþvottavélar. 0 1. Áður en þessar töflur eru notaðar verður að athuga, hvort vatnið sé af réttu herslustigi til að mælt sé með notkun þeirra, eins og lesa má í leiðbeiningum frá framleiðendum taflnanna (sjá umbúðir). 2. Farið ávallt eftir leiðbeiningum framleiðenda, þegar þessar töflur eru notaðar.
Notkunarleiðbeiningar Samsett hreinsiefni Hreinsiefnum fyrir uppþvottavélar er hægt að deila niður í tvo hópa, byggt á efnasamsetningu þeirra: – hefðbundin, basísk hreinsiefni með ætandi efnisþáttuum. – vægt basísk samsett hreinsiefni með náttúrulegum ensímum. 2 Ef 50°C þvottakerfið er notað með samsettum hreinsiefnum er það bæði gott fyrir umhverfið og leirtauið, vegna þess að þessi þvotta kerfi eru sérstaklega samræmd við hreinsieiginleika ensímanna í samsettu hreinsiefnunum.
Notkunarleiðbeiningar Val á uppþvottakerfi (kerfistafla) Veljið úr þessari kerfistöflu það uppþvottakerfi, sem best á við: Leirtau Matarstell og eldhúsáhöld Leirtau án potta Að auki - Hversu óhreint • mikið óhreint • þornaðar matarleifar, sér í lagi eggjahvíta og sterkja Notið upp- þvotÖFLUGT 70° takerfi Gaumljós 3 Notkunargildi: 4 Forþvottur Hreinsun 2x milliskolun.
Notkunarleiðbeiningar Þvottakerfi sett af stað 0 1. Athugið, hvort hleðsla vélarinnar sé rétt, og að vatnsarmarnir geti snúist án þess að rekast í. 2. Skrúfið alveg frá krananum. 3. Lokið dyrunum. 4. Ýtið á KVEIKT/SLÖKKT hnappinn. Gaumljósið við KVEIKT/SLÖKKT-hnappinn kviknar. 5. Ýtið á kerfishnapp þess þvottakerfis, sem óskað er (sjá “Tafla yfir þvottakerfi”). Ljós þvottakerfisins kviknar. Á skjánum er sýnt hve langur tími er eftir uns þvottakerfið lýkur keyrslu. Eftir u.þ.b.
Notkunarleiðbeiningar Þvottakerfi stöðvað með því að opna dyr uppþvottavélarinnar Þegar dyrnar eru opnaðar getur heit gufa streymt út. Hætt er við að fólk brennist! Opna hurðina varlega. 0 1. Opnið dyr uppþvottavélarinnar. Þvottakerfið stöðvast. 2. Lokið dyrunum. Þvottakerfið fer aftur í gang. 1 Hætt við þvott (RESET) 0 1. Ýtið samtímis á stjórnhnappa 2 og 3 og haldið þeim inni. Gaumljós þess þvottakerfis sem er í gangi blikkar í nokkrar sekúndur og slokknar síðan. 2. Sleppið stjórnhnöppunum.
Notkunarleiðbeiningar Byrjunartíma eytt út Ef þvottakerfið er ekki farið í gang, er hægt að eyða út byrjunartímanum. Ýtið eins oft á hnappinn Tímaval og þarf til að keyrslutími valins uppþvottakerfis birtist á skjánum. Valið þvottakerfi fer þá strax af stað. Breyting á þvottakerfi eftir að byrjunartími hefur verið valinn: Ef þvottakerfið er ekki farið af stað er hægt að skipta um valið kerfi með því að ýta á einhvern af þvottakerfishnöppunum. 0 1. Ýtið á hnapp nýja þvottakerfisins og haldið honum inni.
Notkunarleiðbeiningar Að slökkva á uppþvottavélinni Ekki slökkva á uppþvottavélinni þegar skjárinn sýnir “0“. 0 1. Ýtið á KVEIKT/SLÖKKT hnappinn. Gaumljósið við KVEIKT/SLÖKKT slök- knar. Heit gufa getur komið út um hurð vélarinnae ef hún er opnuð beint eftir að slökkt er. Athugið því að: 2. Opna hurðina varlega. 1 Að tæma uppþvottavélina 3 30 • Heitir diskar eru viðkvæmir fyrir höggum. Það ætti þessvegna að leyfa þeim að kólna aðeins áður en þeir eru fjarlægðir úr tækinu.
Notkunarleiðbeiningar Viðhald og hreinsun 1 Notið ekki undir neinum kringumstæðum húsgagnahreinsiefni eða sterk efni. • Ef nauðsyn krefur, strjúkið af stjórntækjum með mjúkum,hlýjum og rökum klút. • Athugið af og til hvort óhreinindi eru á hreinsiefnaílátum, hurðarkarmi eða vatnsarmi og hreinsið ef þörf krefur. Hreinsun á síum Síurnar neðst í aðalrými uppþvottavélarinnar eru að mestu leyti sjálfhreinsandi. Engu að síður ætti að skoða þær og hreinsa af og til.
Notkunarleiðbeiningar 7. Setjið flatsíuna aftur á sinn stað. 8. Setjið gróf-/fínsíuna í smásíuna og festið þær saman. 9. Setjið samsettu síurnar í vélina, og snúið handfanginu réttsælis eins langt og það kemst. Gætið þess að flatsían standi ekki út. 1 Alls ekki má þvo í vélinni þegar síurnar eru ekki í. Hvað skal að gera, þegar … Ef truflanir verða, reyndu að nota eftirfarandi leiðbeiningar til að laga vandann.
Notkunarleiðbeiningar ...villuboð birtast. Ef ljós á stjórnborði lýsa eða blikka eins og lýst er í töflunni hér að neðan, er hugsanlega hægt að laga vandann: Hvað er að Gaumljósið fyrir valið þvottakerfi blikkar: skjárinn sýnir villuboðin Å 10 : ekkert vatn rennur inn í uppþvottavélina. Hugsanleg ástæða Úrlausn Kraninn er stíflaður eða kalkaður. Hreinsið kranann. Skrúfað er fyrir kranann. Skrúfið frá krananum. Sía (ef einhver er) í krananum er stífluð. Hreinsið síu í krananum.
Notkunarleiðbeiningar ...vandamál koma upp við notkun uppþvottavélarinnar. Hvað er að Hugsanleg ástæða Úrlausn Dyr uppþvottavélarinnar eru ekki vel lokaðar. Lokið dyrunum. Rafmagnstengillinn er ekki í sambandi. Stingið tenglinum í samband. Uppþvottakerfi fer ekki Rafmagnsöryggi hússins er af stað. ekki í lagi. Lagið öryggið. Á þeim uppþvottavélum sem Eyðið út tímavalinu ef setja á hafa tímaval: þvottakerfi af stað strax. Tímaval er í gangi. Ryðblettir sjást innan í uppþvottavélinni.
Notkunarleiðbeiningar Óhreinindarákir, hvítar skellur eða bláleit himna er á glösum og leirtaui. – Stillið vélina á að nota minni gljáa. Þornaðir vatnsdropar sjást á glösum og leirtaui. – Stillið vélina á að nota meiri gljáa. – Ástæðan getur verið uppþvottaefnið. Hafið samband við notendaþjónustu framleiðanda uppþvottaefnisins. Tæknlegar upplýsingar Rúmtak: 12 mælieinigar auk borðáhalda Leyfilegur vatnsþrýstin1-10 bar (=10-100 N/cm2 = 0.1-1.
Notkunarleiðbeiningar Leiðbeiningar fyrir rannsóknarstofur Prófun samkvæmt EN 60704 verður að framkvæma með fullri vél á prófunarkerfinu (sjá töflur). Prófun samkvæmt EN 50242 verður að framkvæma með fullu saltíláti og gljáa á prófunarkerfinu (sjá töflur).
Uppsetning og tenging UPPSETNING OG TENGING Uppsetning uppþvottavélarinnar • Uppþvottavélin verður að vera staðsett á tryggu gólfi. Það þarf að stilla hana þannig að hún sé stöðug og í láréttri stöðu. • Ef gólfið er ójafnt eða ef þarf að hækka vélina til að hún standist á við innréttinguna, er hægt að stilla fæturna með skrúfganginum. – notið skrúfjárn. • Ef uppþvottavélin er innbyggð þá þarf að stilla afturfæturnar framanfrá með skrúfjárni.
Uppsetning og tenging • Breytilegar uppsetningar: Innbyggð uppþvottavél (Sjá meðfylgjandi leiðbeiningar) 3 Hægt er að hylja hurð uppþvottavélarinnar með plötu með þessi mál: Breidd: 591 – 594 mm Þykkt: 16 – 24 mm Hæð: (mismunandi) breytilegt eftir – Hæð innskots – Hæð sökkuls – Miðviðun við hæð nærliggjandi húsgagna Rétta hæð þarf að mæla á hverjum stað til að gera ráð fyrir umhverfi.
Uppsetning og tenging Ef uppþvottavélin er sett upp undir borðplötu þarf að taka upprunalega vinnuflötinn af uppþvottavélinni eins og hér er sýnt: 0 1. Skrúfið staðsetningarskrúfurnar að aftan úr (1). 2. Rennið vinnufletinum u.þ.b. 1 cm aftur á bak (2). 3. Lyftið vinnufletinum af (3) og fjarlægið hann. 1 Ef nota á uppþvottavélina síðar sem frístandandi, þarf að setja vinnuflötinn aftur á. 3 Það er ekki hægt að stilla sökkulinn á frístandandi vélum.
Uppsetning og tenging Tenging uppþvottavélarinnar Tenging við vatn Uppþvottavélin er með öryggisstillingar, sem hindra bakflæði þvottavatnsins inn á drykkjarvatnslögnina. og eru í samræmi við gildandi öryggisviðmið um meðferð vatns. • Tengja má uppþvottavélina við kalt vatn og heitt vatn, að hámarki 60 °C. • Ekki má tengja uppþvottavélina við opna vatnshitara eða gegnrennslishitara.
Uppsetning og tenging 3 Eftirfarandi kafli á aðeins við um uppþvottavélar, sem eru með öryggisventil á tengistykkinu við vatnskranann: Aðrennslisslanga með öryggisventli Eftir að tengistykkið með öryggisventli hefur verið tengt, snýr ventillinn beint að vatnskrananum. Þess vegna er aðeins þrýstingur á aðrennslisslöngunni á meðan vatn rennur inn. Ef aðrennslisslangan fer að leka, rýfur öryggisventillinn vatnsrennslið og dælan í uppþvottavélinni byrjar að tæma vélina.
Uppsetning og tenging Vatnsleiðslur Frárenslisslanga 1 Frárenslisslangan má ekki vera skemmd, kramin eða innfallin. • Tenging: – leyfileg hámarkshæð: 1 meter. – æskileg lágmarkshæð frá botni vélarinnar. Framlengingarslanga • Framlengingarslöngu er hægt að fá hjá þjónustuaðila. Þversnið hennar verður að vera 19 mm til að komast hjá bilun. • Ekki má leggja framlengingarslönguna lengra en 3 metra lóðrétt og hámarks leyfileg hæð fyrir tengingu er 85 cm.
Uppsetning og tenging Vatnsöryggiskerfi Til að koma í veg fyrir vatnsskemdir er vélin búin öryggiskerfi. Ef bilun kemur upp, stöðvar öryggisventill í inntakinu vatnsstreymið og það kviknar á vatnsdælu. Afgangsvatni er sjálfkrafa dælt af vélinni. 1 Vatnsöryggiskerfið virkar líka þegar slökkt er á vélinni. Tenging við rafmagn 1 Aðeins viðurkenndur raflagnasérfræðingur má setja upp fasttengingu við netkerfi rafveitu.
Uppsetning og tenging Tengingar Vatnsslöngur fyrir innkomandi vatn og affall, auk rafmagnskapals þarf að tengja við hliðina á uppþvottavélinni vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því aftan við vélina. Myndin hér fyrir neðan er aðeins til viðmiðunar, raunverulegar aðstæður ákvarða hvernig tengja skal (innstungur, staðbundnar reglugerðir og annað geta verið mismunandi milli landa).
Þjónustumiðstöðvar viðskiptavina ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR VIÐSKIPTAVINA ÍSLAND Þjónusta á AEG heimilstækjum fyrir stór Reykjavíkursvæðið er hjá Raftækjaþjónustunni Lágmúla 8, sími 553-7500 og rafmagnsverkstæðum sem tengd eru umboðsmönnum Bræðranna Ormssson ehf. um land allt. Bræðurnir Ormsson ehf. Lágmúla 8, pósthólf 8760 128 Reykjavík sími: 530-2800 Fax 530-2810 www.ormsson.
Ábyrgðarskilmálar ÁBYRGÐARSKILMÁLAR ÍSLAND Samkvæmt skilmálum Félags Raftækjasala Seljandi veitir kaupanda, TVEGGJA ÁRA ÁBYRGÐ*, frá tilgreindum afgreiðslutíma og er hún fólgin í viðgerð eða endurnýjun á hverjum þeim hluta þess sem áfátt kann að vera, enda bendi líkur til þess að um framleiðslu-eða efnisgalla sé að ræða.
Þjónusta ÞJÓNUSTA Í kaflanum ”Hvað skal gera,þegar…” er listi yfir fjölda bilana sem þú getur sjálf(ur) ráðið fram úr. Ef þú kallar á viðgerðamann vegna þeirra atriða sem hér eru upp talin eða til að lagfæra yfirsjón, þarf að greiða fyrir þá heimsókn jafnvel þótt þurrkarinn sé ennþá í ábyrgð. Ef þú finnur bilunina og viðbrögð við henni ekki í þessum lista leitaðu þá þjónsustuverkstæðis. Skrifaðu hjá þér PNC-númerið og S-númerið.
From the Electrolux Group. The world´s No.1 choice. The Electrolux Group is the world´s largest producer of powered appliances for kitchen, cleaning and outdoor use. More than 55 million Electrolux Group products (such as refrigerators, cookers, washing machines, vacuum cleaners, chain saws and lawn mowers) are sold each year to a value of approx. USD 14 billion in more than 150 countries around the world. AEG Hausgeräte GmbH Postfach 1036 D-90327 Nürnberg http://www.aeg.hausgeraete.